Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 153
Andvari.l
1875—1915.
145
þó ekki, heldur eru útgjöldin áætluð 4,496,000 kr.,
eða tekjuhallinn nálega 288 þúsund krónur. Svona er
framfarahugurinn orðinn mikill, að þingið getur ekki
komist af með rúmar 4 miljónir, heldur verður það
að grípa til viðlagasjóðs. ef tekjurnar skyldu ekki
verða hærri en þær eru áætlaðar, sem optast hefur
átt sjer stað.
Þessum 4,496,000 krónum átti að verja þannig:
til alþingis, umboðsstjórnar og dómgæzlu 10,5%
- læknastjettar 10 %
- kirkju- og kenslumála 16,2%
- eptirlauna 3,7%
eða alls til embættisstjettarinnar 40,4%
til búnaðar 5,6°/o
- eflingar fiskiveíða l,8°/o
• samgöngumála 30 %
- vísinda og bókmenta 4,8°/o
- verklegra fyrirtækja 3,3%
- greiðslna af lánum 10,9%
96,8 %
Það er ljóst af þessu yfirliti, að enn fara gjöldin
til embættismanna tiltölulega lækkandi, þó ekki eins
mikið og áður, og veldur háskólinn, sem nú er stofn-
aður, því aðallega. Hann kostar 141,000kr. á fjárhags-
tímabilinu, en prestaskóli og læknaskóli kostuðu áð-
ur um 40,000 kr. Þá ber þess og vel að gæta, að
undir liðnum »til kirkju- og kenslumála« eru, auk
stýrimannaskólans (17,500 kr.), sem eins og áður er
getið, ætli fremur að teljast til fiskiveiða, taldir kenn-
araskóli (30,200 kr.), sem eigi verður talinn embætt-
ismannaskóli, bændaskólarnir (38,600 kr.) sem ættu
að teljast til búnaðar, iðnskólar (15,200 kr., verzlun-
arskóli (10,000 kr.), húsmæðrafræðsla (5,200 kr.),
Anclvnri XLII. 10