Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 133
Andvari,]
1915 og 1916.
125
e. Aldursrannsóknir á silungi.
Eg gat þess í síðustu skjrrslu minni í sambandi
við stutta skýrslu um rannsókn Dahl’s á aldri og
vexti silungs úr Mývatni, að eg hefði látið safna
hreistri af silungi úr Þingvallavatni til rannsókna,
IJað gerði Símon Pétursson, bóndi í Vatnskoti. Dr.
Dahl hefir nú haft þetta hreistur til rannsóknar og
sent mér skýrslu um það. Hreistrið var af 67 bleikj-
um, 101 murtu og 33 urriðum, eða alls 201 silungi.
Niðurstaðan af þessum rannsóknum birtist 'hér í yfir-
litum, en viðvikjandi liáttum silungsins í Þingvalla-
vatni vil eg vísa til sliýrslu minnar 1902, Andvari
XXIX, bls. 92—98.
1. 33 urriðar (Salmo trutlaj veiddir í net 3.—6.
nóv. 1913 og 11. maí og 20. des. 1914.
Aldur vetur Tala Lengd Meðal- lengd Pyngd Meðal- þvngd
13 4 60—82 70,5 2500—6500 4310
12 1 58 58,0 2475 2475
11 2 57—67 62,0 2675—3875 3250
10 7 42—68 56,3 750-4500 2840
9 8 39—56 43,0 625—1750 1025
8 8 34—54 39,4 500—2000 770
7 3 37—40 38,7 550— 625 600
Af þessum fiskum voru 12 hængar og 20 lirygnur
(um 1 ókunnugt). Yngri fisk en ó vetra vantar, af
því að hann hefir smogið netin, eða ekki ánetjast,
er þetta því alt fullorðinn fiskur og nokkurir all-
gamlir, en þó er sennilegt að hann geti orðið tölu-
vert eldri, því að alt að 13 kg. urriða hafa veiðst í
vatninu.