Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 90
82
Fiskirannsóknir
[Andvari.
i framkvæmd; velferð kauplúnsins veltur þó mjög á
því í framtíðinni.
Einn daginn brá eg mjer út á Sand, lil þess að
sjá þá miklu breytingu, er þar var orðin á, síðan eg
var þar 1897, en henni ætla eg ekki að lýsa hér.
Verstur þrándur í götu fyrir frekari framförum þar
er, ekki síður en í Ólafsvík, hafnleysið, því að pláss-
ið liggur óvarið fyrir opnu hafi. Menn eru að hugsa
um að gera mótorbátalægi í Keflavík, rjett fyrir inn-
an Sand, og hefir þegar verið gerð áætlun um varn-
argarð við utanverða víkina og hvað hann mundi
kosta. I3að mun vera um 300000 lu\, þegar hann
yrði fullgerður. Eg var svo heppinn, að það var stór-
straumsfjara, þegar eg fór um Keflavík, svo að eg
gat gert mér nokkuð ljósa grein fyrir afstöðu garðs-
ins, eftir teikningu af honum, sem eg hefi séð, og er
eg hræddur um, að sá garður sem gert er ráð fyrir
megi verða miklu öflugri og um leið dýrari, ef hann
á fyrst og fremst að standast hafrótið, sem hér gelur
verið í NV. átt og gert fult gagn að öðru leyli. —
Spurning er livort ekki mætti gera eins gott lægi í
víkinni fyrir utan Sand.
í þessari sömu ferð1 *) skoðaði eg einnig Rifsós (í
annað sinn, sbr. Skýrslu mina 1897 í Andv. 1898,
bls. 59—59) um fjöru, en slcal ekki lýsa honum frek-
ar nú. Er það ællun mín, að þar mætti gera bezlu
höfnina á þessum slóðum, með útgreftri, ef ekki er
klöpp í sjálfum ósnum, né of grunt fyrir utan hann;
en það mundi kosta afarmikið fé (miljónir). Ef gera
1) Með mér var Jón Proppé, kaupmaður í Ólafsvík. Hjá
honum bjó eg, meðan eg dvaldi par vestra og liðsinti hann
mér á allar lundir við starf mitt. Fyrir það færi eg honum
hér með innilegt þakklæti.