Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 145
Andvari].
1875-1915.
137
töldu, en það var þá 175,000 kr. um fjárhagstima-
bilið. Á því 10 ára tímabili, sem liðið er, hafa bæzt
við nýjir tekjustofnar. Auk skattanna, sem áður er
getið um, var nú kominn tóbakstollur og útflutn-
ingsgjald af fiski og lýsi, ennfremur var áfengistoll-
urinn nú orðinn talsvert hærri en fyr. Nú höfðu
tekjurnar aukist svo, að vænta mátti, að verkleg fyr-
irtæki yrðu verulega studd, að vegir, brýr og sam-
göngur yfir böfuð væru bættar, en því fór fjarri.
Af útgjaldauppbæðinni 888,000 krónum ganga til al-
þingis, umboðsstjórnar og dómgæzlu um 32,3°/o
til læknastjettarinnar 10 °/o
- kirkju- og kenslumála 24,5°/o
eptirlauna 7 %
eða í rauninni til embættismannastjettarinn-
ar, og undirbúnings undir hana 73,8°/o
til eflingar búnaði 40,000 kr. eða 4,5°/o
- samgöngumála (vegabóta, gufuskipsferða
og Reykjanesvita) 10 °/0
- póstgangna 6,4°/o
- vísindalegra og verklegra fyrirtækja 2,8°/o
Afgangurinn til óvissra útgjalda.
Mann furðar alveg á þessum tölum. Enn, eptir 10
ár er lítið farið að gjöra til framfara í landinu;
sama sem ekkert farið að gjöra við vegi í landinu,
engin brú komin enn, ekkert mannvirki unnið, sem
nokkurt mannsmót er að, nema alþingishúsið. Megin-
þorri tekna landsins gekk enn sem fyr til embættis-
manna í víðari merkingu, og undirbúnings þeirra. Þó
ber þess að geta, að á þessu tímabili hefur ein em-
bættisstjett verið efld mjög, og það sú, sem mest var
þörf á, og það var læknastjettin. 1875 voru hjer bæði