Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 37
Andvari.]
Alþýðutryggingar. ,
29
hætt við, að metnaðurinn hverfi, menn leggi árar í
bát og hirði síður um að komast aftur úr sveitarfjötr-
unum og verða sjálfbjarga, þegar sveitin vofir yfir
livort sem er, hvað lítið sem út af ber.
En hvernig á þá að forða þeim mönnum, sem vegna
elli, veikinda, slysa eða atvinnuskorts ekki geta sjálfir
sjeð sjer farborða, frá því að komast í þau kjör, að
þeir þurfi að lenda á sveitinni? Það er þetta hlut-
verk, sem alþýðutryggingnnum er ætlað að leysa.
Eins og allar vátryggingar byggjast alþýðutrygg-
ingarnar á fjelagsskap þeirra, sem sama hættan vofir
yfir, um það að bera í sameiningu tjón það, sem
einhver þeirra verður fyrir. Ef margir menn, sem
eiga á hættu að verða fyrir samskonar tjóni, leggja
í sameiginlegan sjóð þó ekki sje nema litla upphæð,
getur hún orðið nægileg til þess að bæta þeim tjón-
ið, sem fyrir því verða, og þeir af eigin ramleik hefðu
ekki getað risið undir. Peir sem komast hjá tjóninu
verða þá að visu að borga fyrir hina, sem óhepnari
hafa orðið, en tjónið hefði eins vel getað hent hvern
þeirra sem var, og sá sem sloppið hefur nú getur
eins vel orðið fyrir því í næsta skifti, og þá hefur
hann með framlagi sínu trygt sjer sömu hlunnindi.
I’annig tryggja menn sjer brunabætur, þegar hús eða
innanstokksmunir brenna, en á sama hátt geta menn
með litlum framlögum, t. d. vikulega, mánaðarlega
eða árlega, trygt sjer lijálp, ef menn verða fyrir því
tjóni að verða óvinnufærir.
Alþýðutryggingarnar skiftast í margar greinar, svo
sem sjúkratryggingu, slysatryggingu, öryrkja- og elli-
tryggingu og atvinnuleysistryggingu. En í rauninni er
alt saman eilt og hið sama, alt miðar að því að
bæta það tjón, sem orsakast af bilun starfskraftanna,