Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 45
AndvariJ.
Alpýðutryggingar.
37
Bismarck að ná þeim tilgangi sínum að buga sósía-
listahreyfinguna með þessari löggjöf, en hún hefur
liaft afarvíðtæk og blessunarrík áhrif fyrir Þýskaland
og orðið fyrirmynd fyrir löggjöf ýmsra annara landa
um þessi efni. Upphaílegu lögunum hefur oft verið
breytt í einstökum atriðum og loks hafa þau nýlega
verið alveg endurskoðuð og í stað þeirra sett ein lög,
hin svonefnda Reichsversicherungsordnung frá 19. júlí
1911, sem er afarmikill lagabálkur í 1800 greinum.
Undir sjúkratrygginguna falla allir verkamenn og
auk þess aðrir starfsmenn, sem ekki hafa meir en
2500 mörk (2250 kr.) í árstekjur, og ennfremur þeir,
sem heimilisiðnað stunda. Þeir, sem undir lögin falla,
eru skyldaðir að ganga í sjúkrasamlag, en þeim er
þó nokkuð í sjálfsvald sett í hvaða samlag þeir ganga
á þeim stað sein þeir eru, og þeir mega mynda nýtt
samlag, ef þeir eru nægilega margir til þess. Fjelags-
menn fá ókeypis læknishjálp og meðut meðan þeir
eru veikir, alt að 26 vikum samfleytt. Ef þeir eru
alveg frá verki fá þeir auk þess sjúkraslyrk, hálf
daglaun, en hann veitist fyrst frá 4. degi veikindanna.
Er það ákvæði sett til þess að koma í veg fyrir, að
menn geri sjer upp veiki til þess að fá sjúkrastyrk-
inn. Iíonur, sem eru í sjúkrasamlögunum, fá barns-
fararstyrk, sem er jafnhár sjúkrastyrknum, og fá þær
hann venjulega í 8 vikur, þar af minst 6 vikur eftir
fæðinguna. En í stað barnsfarargjaldsins getur einnig
komið vist og hjúkrun á fæðingarstofnun. Loks er
greiddur útfararstyrkur við dauða hvers fjelaga og
er hann venjulega jafn 20 daga kaupi mannsins.
Iðgjöld meðlimanna miðast við daglaun þeirra og
eiga þau að vera svo há, að þau ásamt öðrum tekj-
um samlagsins hrökkvi fyrir útgjöldunum. Ríkið