Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 155
Andvari.J
1875—1915.
147
brjef Landsbankans, og á því i rauninni að borga
sig sjálft.
Útgjöldin til læknastjettarinnar eru hjer um bil ó-
breytt, en hefðu átt að lækka. Ástæðan til þess, að
svo er ekki, er sú, að nú er komið geðveikrahæli á
Kleppi og Heilsuhæli á Vífilstöðum, hvorttveggja
bráðnauðsynlegar stofnanir, og með stofnun hins
fyrra, stigið um leið svo mikið spor í mannúðarátt-
ina, að það verður ekki metið í krónum, því með-
ferð okkar á vitskertum mönnum þangað lil, var
þjóðinni blált áfram til stórminkunar.
Um samgöngumálin er lítið að segja umfram það,
sem áður er sagl; samgöngur aukast ár frá ári, nýjir
vegir eru lagðir, brýr eru bygðar, símar eru lagðir
og nýjum vitum er komið upp.
Tvent hefur [þó komið upp á síðasta tímabil-
inu, það fyrst, að nú er landssjóður líka farinn að
styrkja sýslurnar til að leggja akbrautir, (ótrúin á þeim
er nú alveg horfin), og svo annað, sem er miklu þýð-
ingarmeira, og það er, að nú er farið að byggja all-
ar brýr bjer á landi og að þær margar, jafnvel yfir
slórár, eru bygðar úr steinsteypu.
Sje ráðgert, að ibúatala landsins hafi verið 90 þús-
und manns árið 1915 koma kr. 41,50 á hvern mann.
Sjest á þvi, að skattar til landssjóðs liafa aukist eigi
alllitið, en þó mega þetta enn ekki heita mjög háir
skattar í samanburði við skatta hjá öðrum þjóðum,
eins og síðar skal sýnt verða. En það er þó aðgæt-
andi, að vjer berum sjálfir mestalla okkar skatta,
vjer getum eigi vell þeim yfir á aðra, eins og
ílestar þjóðir reyna að gjöra; þó borga úllending-
ar nokkuð af vörutollinum með því að kaupa kol
10