Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 38
30
Alþýðutryggingar.
[Andvari.
annaðhvort um stundarsakir eða fyrir fult og alt, eða
af því að þeir fá ekki notið sín. En vegna þess að
þessum tegundum, sem jeg nefndi, er þó víðast hvar
haldið aðgreinduin og um þær gilda að sumu leyti
ólíkar reglur, þá ætla jeg að taka hverja tegund
fyrir sig og líta á, hvernig þeim er hagað meðal
nokkurra helstu menningarþjóðanna. Auðvitað er það
svo umfangsmikið verkefni, að jeg lilýt að fara fljótt
yfir sögu og láta mjer nægja að benda á nokkur
helstu meginatriði og þær meginstefnur, sem eru
ríkjandi eða keppandi á ýmsum svæðum alþýðu-
trygginganna. Að lokum vil jeg svo stuttlega athuga,
hvar vjer íslendingar stöndum í þessu efni.
Sjúkratrygging.
Langalgengust af alþýðutryggingunum er sjúkra-
tryggingin, og hefur sú grein alþýðutrygginganna víð-
ast hvar verið fyrirrennari annara.1)
Frá fornu fari hefur verið mikið um sjúkralrygg-
ingar á Englandi. Þar í landi er fjöldi af fjelögum,
sem nefnast einu nafni »Friendly Societies«, er veila
meðlimum sínum ýmsa hjálp, einkanlega í veikind-
um. Þau eru mjög rótgróin þar í landi og má rekja
tildrög þeirra fram í miðaldir til fjelagsskapar iðn-
aðarsveina, er »gildi« nefndust og upphaflega voru til
skemtunar, en breyttust siðar í styrktarfjelög.^, Hafa
þau því mörg haldið ýmsum gömlum siðareglum og
venjum frá miðöldunum, svo sem frábrugðnum kveðj-
1) Um sjúkratryggingar hefur Guðmundur Björnson land-
læknir skrifað tvær ritgerðír í Skírni árið 1909, »Um sjúkra-
samlög« bls. 100—121 og »Um starf og stjórn s^úkrasam-
laga« bls. 307—327. Er þar farið ýtarlegar út í sum atriði
heldur en hjer er kostur á og visast því til þeirra.