Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 143
Andvari.]
1875—1915.
135
hefur meir markað fjárlögin og þar með fjárhaginn
heldur en stjórnin. Stjórnin hefur venjulega verið
heldur íhaldssöm, en alþingi örara til allra framfara.
Eptir fyrstu fjárlögum (fyrir 1876—77) sem alþingi
samdi 1875 voru tekjur landsins áætlaðar um
5800001) lcrónur að meðtöldu tillaginu frá Danmörku
sem þá var 100,000 kr. árlega, en útgjöldin voru á-
ætluð um 452,000; þar af gengu 43% til embættis-
stjettarinnar; til vegabóta, gufuskipsferða og pósta
tæp 16%, til kirkju- og kenslumála sem er í raun-
inni sama og til embættisstjettarinnar 27°/o, til eplir-
launa 9°/o, eða í rauninni til embættisstjettarinnar
79%. Til búnaðarframfara voru veittar að eins 2400
krónur.
Aðalþorri teknanna gekk því til embættismanna og
skóla (undirbúnings undir embættin eins og áður).
Breytingin á þessu tyrsta þingi er ekki mikil frá því
sem áður var, sem lieldur ekki var við að búast,
því til þess að koma á fót framfarafyrirtækjum þurfti
nýja skatla og breytingu á þeim gömlu, sem voru
bæði fáir og úreltir. Alþingi var þetta Ijóst, því strax
á næsta ári, var sett nefnd til að íhuga skattamál
landsins; hún samdi ný skattalög, sem samþykt voru
á alþingi 1877, og eru enn í gildi. Afgangur var á-
ætlaður um 128,000 kr. en af því alþingi samþykti
ýms ný lög, sem höfðu talsverð útgjöld í för með
sjer, svo sem lög um laun embættismanna, um
stofnun læknaskóla o. íl. var afgangurinn áætlaður
um 60,000 kr.
Það er af þessu augljóst, að þingið hefur farið
1) 579,593 kr. 46 aur., sem jeg geri aö heilu púsundi hjer
og eptirleiðis, pví pað skiptir litlu, en gerir allan útreikn-
ing Ijettari.