Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 71
AndvariJ.
Alþýðutryggingar.
63
um löggjafarinnar. Með lögum frá 11. júlí 1890 (ári
áður en ellistyrkslögin voru sett í Danmörku)
voru hjer settir á fót styrktarsjóðir handa alþýðu-
fólki í hverjum kaupstað og hreppi. í sjóði þessa
áttu öli hjú, þar með talin börn hjá foreldrum, svo
og lausafólk á aldrinum 20—60 ára, að greiða ár-
legt gjald, karlmenn 1 kr., en kvenfólk 30 au. Fyrstu
10 árin lagðist alt gjaldið á vöxtu, en síðan var út-
hlutað */2 gjaldinu og ^/2 vöxtunum á hverju ári elli-
hrumu og fátæku fólki yfir sextugt úr hinum gjald-
skyldu stjettum eftir umsókn þeirra, án þess að sá
styrkur hefði í för rjettindamissi fyrir styrkþega eins
og sveitarstyrkurinn. Þegar farið var að úthluta styrk
úr sjóðunum, var upphæðin, sem til úthlutunar gat
kornið á öllu landinu, ekki [nema um 5000 kr. og
var það ekki nema krækiber í ámu, þegar þess er
gætt, að útgjöldin til fátækraframfærslu voru um
sama leyti um 180 þús. kr. á ári. Milliþinganefndin
sem skipuð var 1901 til þess að íhuga fátækra- og
sveitastjórnarmálefni, tók því þetta mál til ihugunar
og kom árið 1906 fram með frumvarp samið afPáli
amtmanni Briem um eftirlaun hinnar íslensku þjóðar.
Var það sniðið eftir norsku nefndarfrumvarpi og fór
fram á almenna skyldu tii þess að tryggja sjer ör-
yrkjalífeyri, 120 kr. á ári, er menn væru orðnir ó-
færir til vinnu, en til þess að öðlast þau rjettindi
áttu menn að greiða 3 kr. á ári frá 16 ára aldri.
Mál þetta komst þó ekki lengra í það sinn, en með
lögum frá 9. júlí 1909 um almennan ellistyrk var
gerð töluverð breyting á alþýðustyrktarsjóðunum, sem
eftir það kölluðust ellistyrktarsjóðir. Þeim var fyrst
og fremst veitt árlegt tillag úr landssjóði, er nemur
50 au. fyrir hvern gjaldskyldan mann, en auk þess