Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 146
138
Fjárhagsstjórn íslands
[Andvari.
fáir og fremur Ijelegir læknar, menn sem litla þekkingu
höfðu í læknisvísindum vegna ónógs undirbúnings,
{fræðslu hjá landlækni eingöngu), en nú hafði verið
stofnaður reglulegur læknaskóli, og læknum fjölgað
mjög, hjer var því um miklar og dýrmætar framfarir
að ræða.
Árin í kring um 1885 voru slæm ár, og hefði því
virzt ástæða til að gera einhverjar ráðstafanir út af
árferðinu, en á því bólar sama sem elckert. Ábúðar-
og lausafjárskatturinn var setlur niður um lielming,
en það er kunnugt, að harðæri og hallæri Remur
miklu minna við bændur alment, en sjávarmenn og
kaupstaðarlýð. Þessi ráðstöfun var því lítilfjörleg, og
kom þar niður er sízt skyldi.
íhalds- og sparsemisandinn er enn þá um of ríkj-
andi, enda rjeðu hinir eldri menn mestu enn þá, og
þangað til fram yfir 1890. í*ó voru á tímabilinu frá
1880—90 ýmsir ungir framfaramenn, sem undirbjuggu
jarðveginn fyrir eptirkomendur sína, svo menn var
hætt að sundla, þó nefndar Aræru upphæðir með 5
og 6 tölum. Þessu þingi má þó telja það til lofs, að
á því var Landsbankinn stofnaður.
Sje íbúatalan gerð eins og áður 70,000 manns,
sem mun láta nærri vegna Ameríkuferða, komu nú
8 kr. 20 aur. á nef bvert, sem skattur í landssjóð á
fjárhagstímabilinu, eða 4 kr. 10 aurar árlega og er
það mjög vægur skattur.
Árið 1895 eru tekjurnar komnar upp í 1,210,800
krónur að meðtöldu tillaginu frá Danmörku, sem þá
var 135,000 ltr., en gjöldin áætluð 1,213,000 kr. þ. e.
ráðgerður tekjuhalli. I3essi útgjöld skiptast þannig
niður á árin 1896 og 1897: