Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 59
Andvari].
Alþýðutryggingar.
51
um. Belgía hefur farið að dæmi Frakklands í þessu
efni og árið 1850 var þar stofnaður ríkisábyrgðarsjóður
(Caisse Générale de Retraite), þar sem menn geta fengið
sjer keyptan ellilífeyri, en það er hverjum manni í
sjálfsvald selt, hvort hann vill tryggja sig eða ekki.
Til þess að ýta undir efnalilla menn að tryggja sig
í sjóði þessum er farið, einkum siðan um aldamót,
að greiða beint úr ríkissjóði viðbót við iðgjöldin til
þess að hækka lífeyrinn, þó ekki upp úr 360 fr. (um
260 kr.). Viðbótin úr ríkissjóði nernur 6/to af iðgjöld-
unum. Meðallifeyrir, sem veittur hefur verið úr sjóðn-
um, hefur verið 200 fr. (144 kr.) og byrjar greiðsl-
an venjulega einhverntíma milli 55 og 65 ára aldurs.
Auk ríkisstyrksins njóta þessar tryggingar styrks frá
sveitarfjelögum og ýmsum vinnuveitendum. Þessar
styrkveitingar hafa orðið þess valdandi, að aðsóknin
að tryggingum þesssum liefur aukist afarmikið siðan
um aldamótin, svo að ellitryggingin er orðin tiltölu-
lega almenn þar í landi. Þó er sagt, að það sje að-
eins kjarninn úr verkalýðnum, þeir best stæðu og
framtaksmestu, sem hafa fært sjer þessa hagsmuni í
nyt, en allur þorri þeirra láti reka á reiðanum og
láti guð og lukkuna ráða, hvernig fer i ellinni. Eins
og nú er komið högum manna þar í landi, má ef
til vill segja, að það gildi einu, því að úr slíkum hörm-
ungum, sem þar hafa á dunið, megnar engin al-
þýðutrygging að bæta.
Utan Belgíu kveður mjög lítið að sjálfviljugum
ellitryggingum alþýðu, en fullkomin skyldutrygging
er nú komin á i nokkrum löndum. Var hún fyrst
upp tekin á Pijskalandi. EIli- og öryrkjatrygging allr-
ar alþý^ðu var síðasti liðurinn í umbótastefnuskrá
Rismarcks til handa verkalý'ðnum. Mótstaðan gegn