Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 13
An dvari].
Þórhallur biskup Bjarnarson.
5
Viðsjár miklar voru með piltum og stjórn skólans
bæði um þessi mál og önnur, er beint komu skól-
anum við, og sló stundum í harðbakka. Einna svæsn-
ust varð rimman, er piltar söfnuðu saman öllum
latneskum stílabókum, er þeir áttu, og ætluðu að
brenna af óvild til stílsins. Þá hafði rektor við orð
í reiði sinni að reka Þórhall úr skóla og kallaði
bekkinn hans »uppreistarbekk« með ljótu orði fyrir
framan. Góðgjarnir piltar úr efri bekkjunum skirðu
þá vandræðum í svipinn, en brendar voru »komp-
urnar« eigi að síður um vorið hátíðlega suður á Mel-
um og sungið yfir kvæði, er Gestur orti Pálsson.
Aldrei var Þórhalls á bak að leita í skærum þess-
um og enginn »rauðari« en hann. Vitanlega kendi
ungæðis í ýmsu, og sumt var gjört, sem betur hefði
verið ógjört, en »slíkt verður oft ungum mönnum«,
eins og Margrjet drotning sagði til afsökunar Þor-
gilsi Skarða, og fáir mundu fyrir því fremur kjósa
liitt, að þeim gæti ekki liilnað af ást til ættjarðar og
frelsis.
Þrátt fyrir þessar snurður fór því fjarri, að Þór-
hallur væri óvinsæll af kennurum sínum eða þeir
sambekkingar yfirleitt; greri brátt aftur um heilt,
þó að eitthvað skærist í, því að námið var stundað
kappsamlega og ertni eða óþægð í kenslustundum
eða umgengni átti sjer varla stað. Óeirðaröldurnar á
stjórnmálasviðinu lægði líka bráðum af þjóðhátíðar-
værðinni.
Þórhallur þurfti ekki hin síðari árin í skóla að
verja löngum tíma til að lesa skólabækurnar sjálfar.
Las hann þá að auki fralcknesku hjá kaþólska prest-
inum í Landakoti og hebresku hjá Gísla Magnús-
syni skólakennara. En löngum sat hann þá allan