Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 130
122
Fiskirannsóknir.
[Andvari.
Aldur eftir íyrstu niðurgöngu Hængar Hrygnur
2 vetur 10—40 °/o 15-60 »/»
3 — 1—11 °/o 8—89 °/o
4 — 0 °/o 4—100 °/o
Er þetta ennfremur öldungis áþreifanleg sönnun
fyrir því, að hrygnurnar séu langlífari.
Með tilliti til stærðarinnar er að nokkuru leyti tölu-
verður munur á hængum og hrygnum. Séu hinir
mörgu íiskar úr Hvítá teknir sem dæmi, þá er hlul-
fallið þar þannig, méðallengd á ógotnum íiski:
Alclur eftir fyrstu niðurgöngu Hængar Hrygnur
1 vetur 64,0 cm. 65,0 cm.
2 — 89,5 — 79.7 —
3 — 99,0 — 89,0 —
Þegar um fisk er að ræða, sem hefir verið einn
velur í sjó, er ekki neinn verulegur munur á hrygn-
um og hængum, hængarnir eru jafnvel dálítið styltri
en lirygnurnar. En í eldri aldursflokkunum eru liæng-
arnir töluvert stærri. Eg skal láta ósagt, hvort þetta
stafar af því, að hængarnir séu í raun og veru stærri,
eða það er fyrirbrigði, sem á einn eða annan hátt
fylgir með aldrinum, og orsakist t. d. af þvi, að
smærri fiskar deyi út.
Af yfirlitunum yfir fiskinn úr hinum ánum sést
það annars einnig, að hængar, sem hafa verið einn
vetur í sjó, eru ílestir nokkuð þyngri og lengri en