Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 35
Andvari.
Þórhallur biskup Bjarnarson.
27
búa, einkum í verklegum efnum. Á hinu sviðinu,
andlega sviðinu, er erfiðara um að dæma. En und-
arlegt væri það, ef ekki greri margt gott og fagurt
af íræjum þeim, er liann sáði þar um æfina með
ræðu og ritum. Dagsverkið er furðulega mikið og
margbreytt, einkum þegar þess er gætt, hvað starfs-
tíminn var stultur, ekki nema rúm 30 ár, og síðasti
tugurinn skertur að mun af veikindum. Sjálfsagt
mundi margur kjósa, að hann hefði gefið sjer meira
lóm lil ritstarfa og minna dreift kröftum sínum, en
vjer íslendingar gjöldum að því fámennis og fátækt-
ar, að svo fer oft um vora beztu menn, og sjer því
minni staðina eftir þá en ella mundi. En fórnað hafa
þeir fósturjörðinni kröftum sinum fyrir því, og eng-
inn veit fremur í þeim efnum en öðrum, að liverju
harni gagn verður. En að hafa verið forgöngumaður
á svo mörgum og ólíkum svæðurn sem f'órhallur
biskup var, það ininnir á Gissur biskup ísleifsson,
ar Haraldur konungur sagði að gera mætti af þrjá
menn, víkingahöfðingja, konung eða biskup. Hung-
Urvaka velur Gissuri tvö önnur einkunnarorð, sem
«kki eru minna virði. Hún endar með þeim lýsingu
hans, og um þau hin sömu mun enginn kunnugur
neita Þórhalli biskupi: Hann var »a//ra manna góð-
gjarnastr og jorvilra.