Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 57
Andvari].
Alþýðutryggingar.
49
Auk Danmerkur hafa ýms önnur Iönd tekið upp
skyldu-slysatryggingar að dæmi Þýskalands, svo sem
Austurriki og Ungverjaland, Noregur, Ítalía, Holland,
Svíþjóð o. fl. Önnur, svo sem Belgía, hafa látið sjer
nægja að setja sjerstakar reglur um skaðabótaskyldu
vinnuveitenda líkt og á Englandi, en þeir svo látnir
sjálfráðir, hvort þeir kaupa nokkra trj'ggingu. Við-
asthvar um alla Norðurálfuna hafa verkamenn þann-
ig tilkall til skaðabóta, þegar þeir slasast við vinnu
sína, og aðstandendur þeirra ef þeir deyja af slysinu.
Við alþýðutryggingarnar er það venjulegast, að trygg-
ingarupphæðin greiðist smátt og smátt, vikulega, mán-
aðarlega eða árlega, meðan þær ástæður eru fyrir
hendi, sem tryggingin er bundin við. En eins og skýrt
hefur verið frá, er sumstaðar fylgt annari reglu við
slysatryggingar og skaðabæturnar greiddar í eitt skifti
fjrrir öll. Það er aðalreglan í Danmörku, og eins á
Englandi, ef verkamaður deyr af slysförum. Slík út-
borgun í eitt skifti fyrir öll getur oft verið heppi-
legri, þegar um minni háttar slys og lieilsubilun er
að ræða, sem ekki sviftir menn ölluin starfskröftum
sínum, því að þá geta menn varið því fje, sem menn
fá útborgað í einu, til þess að koma fótum undir sig
við einhverja aðra atvinnu, þar sem menn geta kom-
ist af með þann vinnuþrótt, sem menn hafa eftir. En
ef menn verða með öllu óvinnufærir, þá er venju-
lega lieppilegri lífeyrisgreiðsla eins og tíðkast á Þj'ska-
landi, því að fje því, sem greitt er í einu lagi, getur
verið eytt á skömmum tíma og þá standa menn uppi
jafnhjálparþurfa sem áður.
Anclvari XLII.
4