Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 123
AndvariJ.
1915 og 1916.
115
stöddu og því eigi minst á það hér að framan. Vet-
urgamlan og tvævetran fisk hefi eg aðeins fengið við
Vatneyri, því að þar gat eg dregið á á litlu dýpi
með álavörpu, en af þesskonar fiski, sem yfirleitt lifir
á mjög grunnu (1—2 fðm.), hefi eg áður fundið urm-
ul í Borgarfirði og víðar (sbr. skýrslur mínar) og eg
veit að hann er afar algengur alstaðar hér við land
á þessu dýpi, þar sem botninn er leir eða sandur
(það hafa rannsóknir Dana einkum á »Thor« sýnt)
og saman með honum eru seiðin á 1. ári, 2—3 cm.
löng um miðsumarleytið, og jafnvel alveg uppi í
fjörupollum. Elzli íiskurinn, sem eg hefi fengið, er
16 vetra og 73 cm. langur og eflaust getur skarkol-
inn orðið töluvert eldri en það, eins og hann verður
töluvert stærri. Stóri skarkolinn, 50 cm. og þar yfir,
er yfirleitt gamall fiskur, 10 vetra og þar yfir og
lieldur sig tíðum nokkuð djúpt á 20—60 fðm. eða
dýpra. En af honum hefi eg ekki fengið nema fátt
til rannsókna, því að hann fer allur svo að segja til
Englands. — Megnið af fiski þeim, sem eg hefi rann-
sakað, er því miðlungsfiskur, 27—40 em. langur og
að mestu leyti 4 til 8 vetra.
Eg gat þess áður, að danskur náttúrufræðingur,
Knud Jessen, hefði rannsakað aldur á skarkola frá
Vesturströnd landsins. Hann hafði til rannsóknar rúm
tvö þúsund fiska, veidda á 0—13 fðm. í Hafnarfirði,
Patreksfirði, Dýrafirði, Önundarfirði og Skutulsfirði.
Niðurstaðan hjá honum1) er í góðu samræmi við
það sem eg hefi fundið; þó er fiskurinn hjá honum
yíirleitt nokkuð smærri eftir aldri, og gæti það stafað
af því, að margt af mínum fiski er lekið á meira
1) Sjá Fiskeriberetningen 1908, bls. 241—256, Kh. 1909.