Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 67
Andvari ]
Alþýðutryggingar.
59
in eftir tekjum manna, þegar þeir fá ellistyrkinn, og
er því meiri sem tekjur styrkþega eru minni, mest
150 kr. fyrir karla og 140 kr. fyrir konur. En ef
menn liafa aðrar lekjur lækkar viðbótin um helming
þeirra, ef þær eru yfir 100 kr. og hverfur þannig al-
veg, ef tekjur utan tryggingarinnar eru 300 kr. (karla)
eða 280 kr. (kvenna). Jafnhliða þessari trjrggingu,
setn allir eru skyldir að taka þátt í, geta menn þar
að auki trygt sjer hærri lífeyri með því að greiða
hærri iðgjöld. Einnig sú trygging er styrkt af opin-
beru fje með tillagi, sem nemur Vs af iðgjöldunum,
en þau mega ekki tara fram úr 30 kr. á ári.
Reynslan verður að skera úr því, livort slík sam-
eining á tryggingu og framfærslu er hinn rjetti með-
alvegur til þess að alla öllum gamalmennum ellistyrks,
sem sje nægilega mikill fyrir alla og þó ekki til of-
mikillar byrði fyrir þjóðfjelagið.
Atvinnuleysistrygging.
Þótt verkamaður sje fullhraustur og vel vinnandi,
getur svo farið, að honum verði ekki slarfskraftar
sínir að liði um lengri eða skemri tíma, vegna þess
að hann fær ekki atvinnu við þau störf, sem hann
hefur lært, og er þá viðbúið, að hann missi allan
etnalegan mátt til þess að framíleyta sjer og skyldu-
liði sínu, hvað þá lieldur að hann geli sjeð fyrir
framtíðinni með því að greiða iðgjöld til sjúkra- og
ellitryggingar. Til þess að bæfa úr atvinnuleysisböl-
inu, sem því meir verður vart við sem stóriðnaður
-eflist og vinnuskifting, hafa menn víða sett á stofn
ráðningarslcrifstofur, þar sem verkamenn og vinnu-
veitendur geta fundið hverir aðra. En þó að nokkur
bót geti verið að slíku, er þess ekki að vænta, að