Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 139
Andvarij.
Fjárhagsstjórn íslands 1875—1915.
131
ríkisreikning Danmerkur, og í hann var reikningi ís-
lands blandað. í öðru ári Fjelagsritanna1) minnist
Jón Sig. á reikninginn fyrir 1839, og er í lionum
ekki getið, að ríkissjóður hafi haft neinar tekjur af
íslandi það ár, en um gjöldin er þess getið, að varla
megi gjöra ráð fyrir, að ríkissjóður geti komist af
með minna tillag til íslands en 15000 rdl. árlega.
Jóni Sigurðssyni fanst, eins og eðlilegt var, það
vera dálítið undarlegt, að ísland skyldi ekkert gefa
af sjer, þar sem þó hlytu að vera miklar leigur af
andvirði seldra stólsjarða, afgjald af óseldum jörð-
um, auk ágóða af verzluninni, en hann ljet sjer þó
nægja í það sinn að drepa að eins á þetta; hefur
vafalaust heldur ekki verið búinn að selja sig nógu
vel inn í málið.
En þá liefur hann farið til þess og það svo vel,
að í 5. ári Fjelagsritanna2) ritaði hann ítarlega grein
um málið, gerði athugasemdir við reikningana, er
höfðu komið út árlega, sýndi fram á með rökum,
hæði að ýmsa tekjuliði vantaði, og að gjöld væru
ranglega tilfærð íslandi. Þessu hjelt hann síðan á-
fram, og vanst smátt og smátt að fá tekjuliðina fram,
en alt gekk það þó með tregðu, sem vera má, að
meðfram hafi stafað af ókunnugleika þeirra manna,
sem um mál þessi áttu að fjalla. Þannig segir
Bjarni amtmaður Thorsteinsson, sem var embættis-
maður í rentukammerinu fjölda mörg ár, að Jensen
nokkur, sem marga áratugi hafði haft íslenzk inál
til meðferðar, bæri »samt nauðalítið skynbragð
á þau«3).
1) Ný Fjelagsrit 2. ár bls. 168—172.
2) Ný Fjelagsrit 5. ár bls. 24—60.
3) Timarit XXIV. árg. bls, 130—131.
9^