Andvari - 01.01.1917, Side 150
142 Fjárhagsstjórn íslands [AndvarK
Flutt: 25,8°/»
til kirkju- og kenslumála 13,6°/o
- eptirlauna 4,8°/o
eða alls til embættisstjettarinnar 44,2°/o
til búnaðarframfara H,l°/o
- fiskiveiða l,40/o
- samgöngumála 35,8°/o
- vísinda og bókmenta 4,4%
afgangurinn til ýmislegra útgjalda.
Hjer er munurinn alveg auðsær. Embættisstjettin
fær nú eigi Iengur meiri part teknanna, í rauninni
standa útgjöldin til hennar alt af í stað, eins og síð-
ar skal sýnt verða; samgöngumálin fá alt að því eins
mikið, en við það er aðgætandi, að á þessu þingi er
veitt fje til símalagningar yfir landið, sem kostaði
hátt á annað hundrað þúsund króna. Póstflutningur
kostar alt að því annað eins; til vegabóta er varið
183,000 króna, til gufuskipaferða 117,000 kr. og til
vita 35,000 kr., en vitagjald er þá aðeins 20,000 kr.
Tillagið til kirkju- og kenslumála hefur lækkað
talsvert vegna tekjuaukans, en er í ranninni svipað
að upphæð til sem áður var, og liefur þó styrkur til
barnaskóla og sveitakenslu verið að mun hækkaður.
Styrkurinn til búnaðarframfara er og verulega auk-
inn frá því, sem áður var, stafar það frá því, að
miklu ríílegra tillag er til búnaðarfjelaga en áður, en
þó aðallega frá því, að Búnaðarfjelag íslands er
komið á stofn, og styrkur til þess veittur 92,000
krónur, þá er og byrjað á skógatilraunum, og veitt
há verðlaun, 36,000 kr., fyrir útfiutt smjör, sem varð
til þess, að smjörbú fara víða að koma upp í land-
inu. Frumkvæðið að þessu var þó ekki tekið á þessu
þingi, ep verðlaunin voru ferfölduð.