Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 91
Andvari.]
1915 og 1916.
83
ætti nokkuð á þessu svæði sem lið yrði að, fyrir
tiltölulega lítið fé, þá hygg eg að það yrði helzt í
Ólafsvík, hún er lengst frá heljarafli úthafsöldunnar.
Pegar eg kom heim úr þessari ferð, var það áform
mitt að fara til Sandgerðis, Keflavíkur eða Stokks-
eyrar, til þess að rannsaka mótorbáta-afla. En það
tók þá fyrir allar gæftir, svo að ekkert varð úr því.
Fór eg svo í ágústlok til Grindavíkur og safnaði þar
gögnum af þorski og ýsu, sem aflaðist þar á grunni.
Eg hefi nú gefið stutt yfirlit yfir ferðir mínar tvö
liin siðustu ár og skal nú skýra nánara frá aldurs-
ákvörðunum mínum á þorski, ýsu Gg skarkola og
bæta þar við skýrslu frá Iínut Dahl um aldursrann-
sóknir hans á laxi og silungi og bráðabirgðaskýrslu
um rannsóknir á kúskel.
II. Aldursákvarðanir á fiskum.
Eins og eg gat um í byrjun, eru fiskar þeir, sem
eg hefi lagt mesta áherzlu á þessi árin þorskur, ýsa
og skarkoli og skýri eg nú frá hinu helzta, sem
rannsóknin á þeim hefir leilt í ljós. Auk þess hefi eg
nú fengið skýrslu frá Dr. Knut Dalil um rannsóknir
hans á hreistri af laxi og silungi, er eg fékk safnað
sumurin 1912—14 og verður hún birt hér á eftir.
a. Aldursrannsóknir á þorski.
Eg lýsti því stuttlega í síðustu skýrslu, hvaða að-
ferðir eru helzt hafðar við aldursákvarðanir á þorski
og gat þess, hverja aðferðina eg hafði haft. Eg hefi
hatt sömu aðferð áfram, o: að telja árhringana í
sárinu á brotinni kvörninni (sjá annars myndirnar af
kvörnunum á bls. 97), og hefi eg á yngri kvörn-
unum oftast alls ekki þurft að slípa sárið, til þess
*6