Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 33
AndvariJ.
Pórhallur biskup Bjarnarson.
25
mann. Það var ekki satt. Trú hans var einlæg og
hlý; á efri árum stundum svo einföld og barnsleg,
eins og hann stæði enn fyrir móðurknjánum. En
j'msar trúarsetningar ljet hann liggja milli hluta.
Kristindómurinn var fyrir honum »fyrst og fremst
líf á kærleiksvegi Krists, ofar öllum kenningum kirkju-
ílokkanna«. Þau eru sem töluð út úr hjarta hans
þessi orð, er Kutter, prófessor í Zúrich, segir um sig
og sina Hka: »Vjer erum steinhættir fyrir fult og
alt öllum lieilabrotum um guð, förum einungis til
hans eins og föður vors. En allan vorn hugsunar-
þrótl notum vjer nú til þess, að gjöra oss ljóst,
hvernig vjer eigum að verða sembezt þess umkomnir
í öllum efnum, að gjöra vilja hans hjer á jörðu, svo
sem hann er gjörður á himnum«.
Mörgum, sem þektu Þórhall biskup á skólaárun-
um, mun hafa litist svo í íljótu bragði, sem mjög
væri skift um skap hans á efri árunum, víkingur-
inn rauði orðinn bógvær biskup. En hver sem vel
þekti hann fann æfinlega sama hjartað undir bisk-
upskápunni sem áður barðist í víkingsefninu. Hann
var til æfiloka ör í lund og viðkvæmur, en hann
hafði tamið sjer að stilla skapi sínu og orðum, svo
að varla vissu aðrir en nákunnugustu menn, hve
geðríkur hann var. Enginn efar, að hann kunni svo
að beita sverði andans, tungunni, að sviðið hefði
undan höggunum, ef hann hefði viljað, en hann var
ráðinn í að bregða því aldrei, nema fyrir góðan mál-
stað, aldrei til hefnda, ekki sjer til sigurs eða svöl-
unar á mótstöðumanninum, heldur góðu máli til
liðs. í slíkri baráttu treysti hann bezt afli kærleik-
ans. Jeg held, að í öllu, sem hann hefur ritað, finn-
ist ekki eitt illkvitlnisorð.