Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 76
68
Alþýðutryggingar.
[Andvari.
þau eiga að vera svo há, að þau nægi ásamt lands-
sjóðsstyrknum fyrir þeirri tryggingu, sem samlagið
keitir samlagsmönnum, því að öðrum kosti er grund-
völlur fjelagsins ekki tryggur.
Síðan lög þessi gengu í gildi haía verið stofn-
uð sjúkrasamlög á nokkrum stöðum á landinu.
Þau eru nú orðin 5 fyrir utan Sjúkrasamlag
Reykjavíkur, á Akureyri, Hafnarfirði, Sauðárkrók,
Siglufirði og Seyðisfirði. Fjelagsmenn í þessum sam-
Jögum voru 1916 alls rúml. 1500 manns, eða tæpl. 2°/o
af landsmönnum. Þegar miðað er við önnur lönd er
það sára lítil útbreiðsla, en aðgætandi er, að fjelags-
skapur þessi er hjer í fyrstu byrjun. Lakara er, að
þessi fáu samlög hafa ekki öll blómgast svo sem
skyldi. Það hefur viljað fara svo, að tekjur samlags-
ins haíi ekki lirokkið fyrir gjöldunum og hefur því
orðið að hafa allskonar útispjót til þess að bæta upp
hallann, svo sem hlutaveltur og skemtanir til ágóða
fyrir samlagið. En ef mikið er að því gert missir
samlagið nokkuð af svip sínum sem tryggingarstofn-
un og verður að hálfgerðri guðsþakkastofnun, sem
á engan hátt er æskilegt. Til þess að bæta nokkuð
úr þessu var á þinginu 1915 gerð sú breyting á lög-
unum, að landssjóðsstyrkuiinn var hækkaður úr kr.
1,00 og 1,50 upp í kr. 1,50 og 2,25 og tekjuhámark
samlagsmanna fært úr 1200 kr. upp í 1800 kr. Virðast
þær breytingar eiga við töluverð rök að styðjast.
Það er bagalegt fyrir samlögin að fá að eins þá allra-
fátækustu inn í fjelagið, sem bæði hafa minsta getu
til þess að borga iðgjöldin og auk þess venjulega er
liættara við veikindum heldur en þeim, sem bet-
ur eru stæðir, og 1800 kr. eru nú orðið ekki svo
miklar tekjur, að ekki sje fullforsvaranlegt að styrkja