Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 49
Andvari].
Alþýöutryggingar.
41
lega einbeittur maður, sem hafi óbifandi trú á ágæti
frumvarpa sinna og sje búinn frábærri mælsku, sem
hrífur menn með sjer.
Samkvæmt lögunum eru ílestir verkamenn og ýmsir
aðrir, sem vinna fyrir kaupi, skyldir að tryggja sig
gegn veikindum og heilsubilun frá því þeir eru 16
ára og þangað til þeir eru 70 ára gamlir. Iðgjöldin
eru jöfn fyrir alla, 9 d. (68 au.) um vikuna fyrir
karla og 8 d. (60 au.) fyrir konur. í*au greiðast eins
og á þýskalandi að nokkru af vinnuveitendum og að
nokkru af sjálfum verkamönnunum, en auk þess
einnig að nokkru af ríkinu, sem leggur til 2 eða
3 d (15 eða 23 au.) af hverju iðgjaldi og skiftingin
á hinum hluta iðgjaldsins milli verkamanna og
vinnuveitenda er mismunandi eftir launahæðinni.
Aðeins þeir verkamenn, sem hafa 2a/z sh. (kr. 3,25)
eða þar yfir í daglaun greiða fult iðgjald, jafnmikið
eða litlu hærra en vinnuveitandinn, en eftir því sem
launin eru lægri hækka tillög vinnuveitenda, en
verkamanna lækkar, og ef launin eru undir l1/* sh.
(kr. 1,35) á dag greiðir verkamaðurinn ekki neitt,
en vinnuveitandi hluta beggja.
Þeir sem trygðir eru fá ókeypis læknishjálp og
meðul, ókeypis vist á berklahælum og fleiri lækn-
ingastofnunum fyrir sjerstaka sjúkdóma, ennfremur
sjúkrastyrk frá 4. veikindadegi, 10 sh. (9 kr.) um
vikuna karlar og 71/* sh. (kr. 6,75) konur, alt að 26
vikum, en ef veikindin haldast lengur eða hlutaðeig-
andi ekki er orðinn vinnufær eftir þann tíma, þá
veitast 5 sh. (kr. 4,50) um vikuna jafnt konum sem
körlum á meðan þau eru ekki vinnufær. Hjer er því
jafnframt sjúkratryggingu gegn tilfallandi veikindum
veitt stöðug trygging gegn heilsuhilun (öryrkja-trygg-