Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 27
Amlvari.
Pórhallur biskup Bjarnarson.
19
Hólum í Hjaltadal. Kom í þessu sem víðar fram
rækt hans hin alkunna við sögu landsins og þjóð-
legar minjar.
Um það leyti er Þórhallur varð biskup, var breyt-
ingatími mikill á skipun kirkjumála lijer á landi.
Milliþinganefnd hafði verið skipuð um þau mál 1904.
Átti Þórhallur kost á að fá sæti í henni, en hann
var þá í landbúnaðarnefndinni og vildi ekki sitja í
tveimur milliþinganefndum í senn. En þegar frum-
vörp nefndarinnar, 10 að tölu, komu fyrir alþingi
1907, átti hann um þau að fjalla í nefnd og var þar
skrifari og framsögumaður um þau flest. Studdi hann
mjög að framgangi þeirra, þó að honum gætist ekki
að þeim í öllum greinum. Var með Iögum þessum
öllum gjörð gagngjör breyting á launum prestastjett-
arinnar, skipun prestakalla og fjárhaldi kirkna, sala
kirkjujarða heimiluð o. íl. En á næsta þingi bætt-
ust enn við lögin um sóknargjöld og skipun vígslu-
biskupa. Það kom nú til kasta Þórhalls bisk-
ups að sjá um framkvæmd allra þessara lagabreyt-
inga, og fjekk það honum ærið að starfa fyrstu árin.
Stjórn almenna kirkjusjóðsins, er til var stofnað með
lögum 22. maí 1890, jók þar og miklu við, því að
lögum þeim hafði verið slælega hlýtt, en Þórhallur
biskup gekk ríkt eftir, og tók sjóðurinn skjótum við-
gangi undir stjórn hans. Þegar hann tók við stjórn
sjóðsins, áttu i honum 68 kirkjur 73020 kr. en við
fráfall hans 110 kirkjur 162242 kr. í allri embættis-
færslu var hann einkar reglusamur og stjórnsamur,
en þó jafnan með lagni þeirri og mannúð, sem hon-
um var eiginleg. Hann var afkastamaður mikill í
skrifstofustörfum eins og öðru, og er það til marks
um röggsemi hans og reglu í þeim efnum, að við
*2