Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 159
Andvari.]
1875-1915.
151
Tekjuhallinn árin 1885 og 1887 stafar af harðær-
inu, sem þá gekk yíir, og var svo skarpt, að það sá
á fólki á Norðurlandi, eptir því sem mjer var sagt
er jeg kom þangað til veru 4 árum siðar. Mestur er
tekjuhallinn árið 1911, en þá er um leið afgangurinn
hæstur, en það stafar af því, að þá var tekið liálfrar
miljónar króna lán, en þrátt fyrir það er afgangurinn
geysimikill, og margfalt stærri en t. a. m. árið
1907, og var þó þá tekið jafnstórt lán. Að endingu
skal bent á það, sem raunar sjest á yfirlitinu, að
síðan innlend stjórn komst á, hefur jafnan verið
tekjuhalli, svo í því liafa allir ráðherrar, allir póli-
tiskir ílokkar verið samtaka, og geta þvi ekki brigsl-
að hver öðrum um neitt í því efni.
Að lokum verður fyrir manni sú spurning: Hefur
stjórn og alþingi nú tekist að liaga fjárstjórn sinni
vel og liyggilega? Eða laklega og óforsjállega? Hefur
danski sljórnmálamaðurinn liaft rjett fyrir sjer, þeg-
ar hann Ijet í Ijós þá skoðun sína, að íslendingum
væri ekki til þess trúandi að stjórna sínum eigin
fjármálum? Þessu má að minsta kosti svara strax á
þá leið, að ekki hafi íslendingar þó orðið Dönum til
byrði enn sem komið er, og alls engin líkindi til, að
það verði bráðlega. Hið eina, sem vjer höfum sólt til
Dana í þessu efni er, að vjer liöfum leitað til þeirra
um lán, og þau höfum vjer fengið, þó ekki altaf, en
með mjög góðum kjörum, þá er þau hafa verið veilt.
En þessari spurningu má svara enn nákvæmar, ef
liægt er að reikna út, hve liátt hundraðsgjald vjer
borgum af tekjum vorum, til opinberra þarfa, þ. e. í
landssjóð og til sveitarsjóða. í útlöndum er þetta
mælikvarði fyrir skattaálögunum, og það er alment
svo talið af beztu hagfræðingum, að slcattabyrðin