Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 104
96
Fiskirannsóknir.
[Anclvari.
1908—09). Aftur á nióti kemur það greinilega í ljós
á Faxaflóaíiskinum, enda þótt ekki sé um íleiri fiska
að ræða, en þetta, að veturgamli og tvævetri íiskur-
inn er miklum mun stærri en sá fiskur lengra norð-
ur með, því að hann hefir þegar í ágúst—október
náð sömu stærð og Vestfjarðafiskurinn, þegar hann
er nærri ári eldri, eða Þistilfjarðarfiskurinn, þegar
liann er 2—3 árum eldri (sbr. skýrslu 1913—14). —
Þó virðist svo, sem sumt af þeim fiski, er vex upp í
innfjörðum, vaxi seinna en sá fiskur, sem vex upp
lengra frá ströndum. Þannig fékst í Hafnarfirði 5.—
7. júlí 1904 á »Thor« margt af veturgömlum þorsk-
seiðum, sem var aðeins 10—24 cm. (tíðast 14—17)
löng. Einstaka fiskar, bæði úr Faxaflóa og Miðnes-
sjó sýna líka svo mikinn vöxl, að þeir eru orðnir
»málsfiskur« (o: um 70 cm.), þegar þeir eru þrevetrir
(o: 3V2 árs). Annars skal ekki farið í frekari saman-
burð á vextinum, né kynsþroskastærðina að svo
stöddu.
Sá fiskur, sem er veiddur frá því í lok október og
fram í febrúar, sýnir bezt, hve stór liver fiskur getur
orðið í Iok hvers vaxtarskeiðs, sem ætla má að endi
einhverntíma fyrir jól og byrji ekki aftur nýtt fyrri
en snemma í maí; að minsta kosti er vetrarlínan
farin að sýna sig í kvörnunum, þegar í októberlok.
Væri mikið tekið til rannsóknar af fiski um nýjárs-
leitið eða á þorra, mætti fá glögga liugmynd um
hvaða stærð hver árgangur nær í lok hvers vaxtar-
skeiðs. En til þess hefi eg eigi haft gott tækifæri enn.
Hinsvegar má reikna út, hve mikill ársvöxturinn er á
einstökum fiskum að meðaltali (deila lengdinni með
vetratölunni) og sést þá, að hann hlýtur stundum að
vera injög mikill, (eins og merkingarnar hafa þegar