Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 24
16
Pórhallur biskup Bjarnarson.
Andvari.
þingi. Borgfirðingar kusu hann á þing 1894 og síð-
an sat hann á þingunum -95, -97 og 99. Þá höfn-
uðu Borgfirðingar honum í næsta sinn, svo að hann
sat ekki á þingi 1901, en síðan kusu þeir hann aftur
tvívegis, og sat hann þá á þingunum 1902—03,—05
—07. Eftir það gaf hann eigi kost á sjer. Meðan hann
sat á þingi, ljet hann landbúnaðarmálin allra mest
til sin taka, og má óhætt segja, að um þau þótti
ekki ráð ráðið, nema hann rjeði, meðan hans naut
við. Komu á því tímabili fjölmörg lög, er iandbúnað
snertu, frá þinginu, og sum stórum þýðingarmikil t.
d. um bændaskóla, þjóðjarðasölu, vátryggingu sveita-
bæja, ræktunarsjóðinn, gaddavírsgirðingar og xjóma-
bú. Áttu þau flest upptök sín hjá milliþinganefnd
þeirri, er skipuð var í landbúnaðarmálum 1904, og
var Þórhallur formaður hennar. Alis bar sú nefnd
fram 12 lagafrumvörp, sem prentuð eru með athuga-
semdum nefndarinnar í 19. árg. Búnaðarritsins. Að
öðru leyti verður því slept hjer að rekja þingsögu
Þórhalls. Hann var yfirleitt atkvæðamikill þingmað-
ur, fljótur að átta sig á hverju máli, hugkvæmui’,
rökvís og gagnorður, þekkingin mikil og fjölhæf. Á-
hugamálum sínum fylgdi hann þjett og fast, en al-
drei með frekju. Stundum var sagt um liann, að
hann hefði það til, að hverfa skyndilega frá hug-
mynd, sem hann hafði miklar mætur á í fyrstu. Vera
rná, að það hafi hent hann, því að hann var örlynd-
ur að eðlisfari, en hins vegar vandaðri en svo, að
hann fylgdi nokkru fram til þrautar fyrir þá sök
eina, að hann hafði orðið ginnkeyptur fyrir því í
upphafi, ef hann sá síðar mein á eða missmíði. Hitt
var þó oftar lag hans, ef hann vildi fá einhverju
framgengt, er sætti harðri mótspyrnu, að hverfa þá