Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 56
48
Alþýðutryggingar.
Andvarif.
% af iðgjöldum tekjulágra atvinnurekenda í öðrum
atvinnugreinum (sem hafa undir 1800 kr. í tekjur í
Kaupmannahöfn, 1500 kr. í öðrum bæjum og 1200
kr. í sveitum og ekki búa á jörðum, sem metnar eru
yfir 8000 kr.) bæði fyrir þjónustufólk þeirra og fyrir
þá sjálfa, ef þeir nota sjer heimildina til þess að
tryggja sjálfa sig.
Sjerhver maður, sem trygður er samkvæmt slysa-
tryggingarlögunum og verður fyrir slysi, svo að hann
getur ekki gegnt störfum sínum nokkurn veginn eins
og áður, á rjett á að fá skaðabætur. Fyrstu 13 vik-
urnar eftir slysið veitast þó engir dagpeningar, því
að gert er ráð fyrir, að verkamaðurinn sje í sjúkra-
samlagi, og svo langan tíma getur hann notið styrks
frá því. En síðan fær hann dagpeninga (1—3 kr.)
þangað til heilsubót er fengin eða ákveðið er, að
skerðing á vinnufærni sje varanleg, en þá eru skaða-
bæturnar greiddar í einu lagi. Ef maðurinn verður
algerlega ófær til vinnu fær liann 10-falt árskaup,
en ef menn geta unnið nokkuð eftir sem áður, eru
skaðabætur greiddar minni eftir því hve mikið vinnu-
færni mannsins hefur rj'rnað. Minsta rýrnun, sem
bætur eru greiddar fyrir, er 5°/o og eru bæturnar
fyrir hana % af árskaupinu. Hafa smált og smált
myndast nokkurnveginn fastar reglur fyrir því, hve
mikið ýmiskonar slys eru metin. Að missa sjónina á
öðru auga telst t. d. 20% rýrnun á vinnufærni,
að missa hægri hendi 80%, vinstri liendi 70%, hægri
þumalfingur 25%, annan fótlegginn 60%, annan fól-
inn 40% o. s. frv. Ef maðurinn deyr, fá aðstandend-
ur hans 5-faIt árskaup hans (minst 3000 kr., mest
6000 kr.). Ennfremur greiðast 80—120 kr. til greftr-
unarkostnaðar.