Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 50
42
Alþýðutryggingar.
[Andvari.
ing). Loks veitist konum þeim, sem trygðar eru
sjálfar, 30 sh. (27 kr.) barnsfararstyrkur, hvort sem
þær eru giftar eða ógiftar, og sami styrkur er veittur
konum þeirra manna, sem trj'gðir eru, enda þótt þær
sjálfar sjeu ekki trygðar.
Eitthvert merkilegasta atriðið í lögum þessum er
það, hvernig tekist hefur að skeyta skyldutrygging-
una við tryggingarfjelög þau, sem fyrir voru, stofnuð
af frjálsum samtökum, og náð höfðu svo miklum
þroska (Friendly societies og trade-unions). Það hefði
verið afaróheppilegt, ef lögin hefðu orðið til þess að
eyðileggja þann fjelagsskap eða draga úr viðgangi
hans. En nú geta þessi fjelög, sem fyrir voru, fengið
stjórnarstaðfestingu til þess að annast skyldutrygg-
inguna fyrir fjelaga sína, ef þau eru nógu fjölmenn,
og smærri fjelögin (sem hafa færri en 5000 meðl.)
geta það einnig með því að ganga í bandalag við
önnur, svo að nægileg fjelagatala náist. Sú hefur
líka orðið raunin á, að flestallar skyldutryggingarnar
ganga í gegnum gömlu fjelögin. Þau haldast að öðru
leyti óbreytt og geta veitt fjelögum sínum allsltonar
hlunnindi fram yfir það, sem lögin ákveða, eftir því
sem efni þeirra leyfa. Til þess að þröngva ekki á
neinn hátt lcosti þeirra eru þau látin alveg sjálfráð
um það eins og áður, hvaða menn þau taka í trygg-
ingu, og auðvitað hliðra þau sjer þá einkum við
því að taka þá allra fátækustu, sem mest líkindi eru
til, að þau hafi byrði af. Það getur því vel farið svo,
að sumir menn geti ekki fengið inngöngu í neitt
sjúkratryggingarfjelag. Tillög slikra manna, sem auð-
vitað er mest áhætta að tryggja, eru öll greidd í
sjerstakan sjóð, sem nefnist pósthússjóður (líklega
vegna þess, að þau eru greidd gegnum pósthúsin).