Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 114
106
Fiskirannsóknir
[Andvari
cm. fiskar geta t. d. verið 4—14 vetra), yngri fiskur-
inn, sem er í örum vexti er það síður. Hinsvegar
sýnir síðara yfirlitið (á bls. 105) hve margir fiskar
eru á sama aldri og hvað þeir geta verið misstórir,
eða hve vöxtur einstakra fiska er griðarlega misjafn.
Af þessum yfirlitum sést það, að eg hefi haft til
rannsóknar fisk á öllum aldri frá 1. ári (0 vetra) til
15. árs (14 vetra), en langflest af veturgöinlum til 4
vetra fiski. Stafar það mikið af því, að hann liefir
verið veiddur mest á grunni, 20—30 fðm., en þar er
að jafnaði mest af ungum fiski. Annars er nokkuð
margt af 5—9 vetra fiski, en fátt eldra og langflest
af þeim fiski er veitt á 50—70 faðm. (á Barða-
grunni og í Miðnessjó). Eldri íisk en 14 vetra hefi
eg eigi fundið og fátt yfir 10 vetra og virðist því svo
sem ýsan verði að jafnaði ekki mikið eldri. Pessir
elztu fiskar eru 70—87 cm. Jangir, en lengsta jrsu
liefi eg mælt (áður) 90 cm., og hefi eg því komist
nærri hámarkinu, hvað stærðina snertir og þá senni-
lega einnig með tilliti til aldursins. Af þeim upplýs-
ingum, sem eg hefi gefið með yfirlitunum hér að
frainan, um kyiis- eða æxlunarþroska, þá byrjar
hann þegar er fiskurinn (bæði liængar og hrygnur)
hefir náð 54—56 cm. lengd (og svipað hefir fundist
á »Thor«) og 3—4 vetra aldri; en þetta mun þó ekki
vera reglan. Allur þorrinn nær varla þeim þroska,
fyrri en á 60—70 cm. lengd, og þeirri stærð (»stór-
ýsu«-stærðinni) nær hann ekki að jafnaði fyrri en
hann er 4—5 vetra. En rannsóknirnar eru enn ekki
nógu víðtækar til þess að gela sagt nokkuð fast á-
kveðið um þelta merkilega alriði. Eins og ýsan nær
hvergi nærri þorskinum að stærð, eins lítur út fyrir