Andvari - 01.01.1877, Qupperneq 88
84
Um æðarvarp.
■vatnamylnu, og snýst vib þab stöngin; í efri endanum á
stöng þessari er broddur, sem gengur í hólk í þvertréuu
utan vib klukkuna; nebantil vib klukkuna er þvert út úr
stönginni járn, sem snertir kólf klukkunnar, um leib og
þab fer í bríng meb stönginni, fyrir ailvatnsins; vib þetta
slær kólfurinn eitt og tvö högg í klukkuna í hverjum
snúníng. Vib þenna klukku umbúnab hefi eg ýmsa til
breytni reynt, og ýmist látib vatn eba vind hreil’a klukk-
urnar, og hirbi eg ekki hér ab lýsa því öllu, þar þab
yrbi oflángt mál; ab hafa hib svonefnda yfirfallshjól er
ómissandi, hafi mabur lítib vatn (Fig. 1—2). Vindflugur
(rellur) er snúast fyrir vindi á járnnagla, eba öbrum
ómerkilegum broddi, kappkosta eg ab hafa sein fiestar
og fjölbreyttastar, sem eg get, þær eru þess betri sem þær
skrölta meira. Ab binda eba negla á uppsettar smá-
stangir ræmu af hvalskíbi, og festa í efri enda skíbisins
járnkeng meb „skröpum”, þ. e. nokkrum ómerkilegum
jarnplötum, er hríngla á kengnum þá vindurinn hristir
skíbib, er miklu betra en ekki, og gott meb öbru góbu.
Gott er ab hafa strák í varplöndum, búinn t.il úr smáspít-
um og leppagörmum, sem líkastan manni ab föng eru til,
einkum þar, sem óttast má ab tóur leiti á varplandib.
Sakir tóunnar er og gott ab safna saman allskonar rusli,
hornum, leppatuskum, beinuin o. fl., bera þetta inn á
varplandib í haug og leggja síban þar í eld, og láta brenna
upp, og er bezt ab þetta sé sem lengst ab brenna; reyk-
urinn og sterkjulyktin af því fælir tævu, og jafuvel einnig
hrafna og arnir, en alls ekki æbarfuglinn. — Allt þab,
sem hér er um talab, mibar einkum til ab gjöra varp-
landib abgengilegra og skemtilegra fyrir æbarfuglinn, en
lítib gjörir þab til ab fría varpib fyrir árásum hinna
ótölulegu ræníngja, er ab sækja.