Andvari - 01.01.1877, Page 160
156
Urn grasrækt og heyannir.
livort myglab og slœmt, eba þab getur kviknab eldur í
öllu saman. En þab þarf [)ó ávallt styttri tíma til aö
lialf[)urka heyib, en ab þurka þab til fulls.
Eins naubsynlegt og þab er ab þurka lieyiö mátu-
lega, eins naubsynlegt er ab gánga vel frá því, þegar því
er hlabib sainan, livort sem mabur býr um þab í hlöbu
eba heytópt.
þab er mest komib undir því ab troba heyinu svo
fast saman sem hægt er, hvort sem þab er í hlöbu eÖa
tópt. Ef þaö er látiö í hlööu, verÖur mabur ab taka fyrir
stykki og stykki í einu, en ekki dreifa heyinu um alla
hlöbuna. MaÖur byrjar t. a. m. fram vib dyrnar og býr
þar til stabba, sem ekki tekur upp meira en þribjúnginn
af hlööugólfmu, og fyllir svo upp aÖ lausholtunum í hliib-
unni. þegar biiib er ab leggja svo sem álnar þykkt, lag
af heyi á gólfib, fer maöur meb svo marga menn sem
hægt er og lætur þá þjappa heyinu svo vel saman sem
unnter; mabur leggur svo nýtt lag, fer meb þab á sama
hátt o. s. frv. Erlendis fara menn optast þannig ab:
þegar menn búa um heyiö úti, er þaö opt haft krínglótt
utan og í laginu eins og sikurtoppur, eba þab er svipaö
í laginu eins og vbr höfum hey, þó þykkra og styttra.
þegar verib er ab hlaba heyib upp, eru 14—15 manns,
karlar og konur, uppá heyinu. Hver tekur nú fullt fáng
af heyi og dreifir því fyrst utanfrá innab mibju heysins;
í því þetta er gjört, gengur maÖur hrínginn í kríng uppá
heyinu þángab til mabur kemur aptur þar ab, sem vagn-
inn stendur meb heyinu. Mabur tekur þá nýtt fáng,
dreifir því um, gengur hrínginn í kríng o. s. frv. Allir
þeir, sem eru uppi í heyinu, gera þetta hver um sig og
gánga hliÖhallt hver vib annan; sá sem er yzt á brún-
inni gengur á undan o. s. frv. Svona hlebur mabur heyib