Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 7
Björn Gunnlaugsson.
5
fekk hann orð á sig, og mun það hafa dregið til þess,
að hann varð aðstoðarmaður Schumachers, hins nafn-
kunna stjörnumeistara, við mælingarstörf hans suður á
Holtsetalandi, og gekk svo í tvö ár. Sú saga hefir
gengið bæði hjer á landi og í Iíaupmannahöfn, að um
þær mundir, er Björn réðst til ferðar með Schumacher,
hafi hann hitt Friðrik konung sjötta að máli, og að
konungur hafi þá meðal annars sagt, að Björn skyldi
hafa tveggja dala kaup fyrir hvern dag meðan hann
væri í þeirri þjónustu, en þá hafi Björn svarað: «Det
er for meget, Deres Majestæt!» eða eitthvað því um
líkt; sumir hafa það: «Mogot for meget, Herr Konge!»
Síðan hafi konungur átt að segja, að Björn væri fyrsti
maðurinn, er sagt hefði við sig, að hann fengi ofmikil
laun. En engin vissa er fyrir því að saga þessi
sje sönn.
þ>essu næst varð Björn kennari við Bessastaðaskóla
14. maí 1822, og hjelt því embætti meðan skóli var á
Bessastöðum, og sömuleiðis eftir að skólinn fluttist til
Reykjavíkur 1846, þangað til Dr Hallgrímur Schevíng
lagði niður yfirkennaraembættið 1851. Vavð Björn þá
yfirkeniiari skólans og var það til 1862, er hann fekk
lausn frá embætti og lifði við eptirlaun til dauðadags
17. marz 1876.
Meðan Björn gegndi embætti við Bossastaðaskóla,
fijó hann í Sviðholti, og kvongaðist þar. Fyrst líagnheiði
Rjarnadóttur, ekkju Jóns adjúnkts Jónssonar, er týndist
með póstskipi undir Svörtuloptum í marzmánuði 1817-
Bonur þeirra Jóns og Ragnheiðar var Bjarni rektor
(t 1868). En dóttir þeirra Bjarnar og Ragnheiðar var
R'ú Olöf', kona Jens lektors Sigurðssonar; hún var
fædd 22. febr. 1830, en dó 7. desbr. 1874. Síðari kona
Rjarnar var Guðlaug Aradöttir læknis frá Flugumýri.
Hún var áður gift pórði stúdent Bjarnasyni í Sviðlmlti,
°g varþeirra dóttir frú Sesselja, fyrri kona Bergs amtmanns