Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 30
28
Ferð uni
við Bjamarflag; þeir eru rétt vestan við svokallaða
Jarðbaðshdla 6 í röð frá norðri til suðurs og hraun allt
í kring; þeir eru litlir að tiltölu í samanburði við eldri
gýgi þar í nánd; þeir eru að eins 5—6 faðmar að þver-
máli að innan, en einn af gömlu gýgunum þar bjá er
50 faðmar að þvermáli; þessir nýju Bjarnarflagsgýgir eru
að öllu útliti mjög líkir Leirhnúksgýgunum; hraunið
frá þeim hefir runnið norður og vestur að veginum.
Sprungur eru við röndina á þessu nýja hrauni austan-
vert við gýgina í sömu stefnu og þeir, og streyma víða
úr þeim enn heitar gufur; eins er í glufum í gýgunum
sjálfum 40—50 °C hiti. Suður af þessum gýgum er
allt umturnað af jarðeldum og ótal gamlar gýgaraðiri
einkum þó við suðurendann á Námufjalli og við Hver-
fjall, en eigi fara sögur af neinum þeim gosum, enda
hafa þau víst flest orðið fyrir landnámstíð. Á sömu
árunum og Leirhnúkur gaus, rann og liraun austan úr
röndinni á Dalfjalli og niður á slóttuna fyrir neðan,
rétt fyrir norðan Reykjahlíðarsel; getið er og um, að
gosið hafi í Hithól, en eigi er gott að vita hvar það
hefir verið. Nokkru fyrir norðan þetta Dalfjalls-hraun,
er síðast var getið, við dálítinn hól, er nýlegur hraun-
tangi, en það er að eins kvísl úr Leirhnúkshrauninu, er
farið heíir gegnum dæld á Dalfjalli bak við hólinn og
fallið niður á sléttuna; fra sléttunni sést eigi þessi
hraunkvísl bak við hólinn, en að eins hraunblettur, sem
sýnist laus við fjallið. Um sama leiti gausKrafla; húu
er hár fjallahryggur en eigi eru gýgir uppi á henni,
nema Víti, er þá gaus, neðst í vesturhlíð fjallsins. J>að
er djúpt, kringlótt jarðfall og í því grænleitt vatn;
snemma á þessari öld var þar vellandi leirhver, og enn
eru þar dálitlar brennisteinsnámur rétt niður af og
sundursoðinn loir í luing af jarðhitanum.
Gos þessi urðu eins og fyrr var getið á árunurn
J 724—30 og eigi hafa menn vissar sögur um, að fyrr