Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 61
austurland.
59
við annan. Hamrarnir fyrir ofan eru risavaxnir,
snarbrölt, kolsvört klungur og klif og laus björg sem
hús fyrir neðan. Tindarnir og klettarnir óðu í þokunni,
á einum af tindum þessum kvað vera gat, en það
sáum við ekki fyrir þokunni; í þvíersagtað sé klukka,
sem á að bringja sér sjálf á dómsdegi. ÍSunnan við
skriðurnar ganga margir klettatangar (gamlir gangar)
langt út í sjó, og ótal flúðir út af þeim í Breiðdalsvík;
öldurnar brotna á þeim, svo að hvítir brimgarðarnir
sjást hver inn af öðrum nærri yfir þvera víkina. í
fjallinu fyrir norðan víkina eru ýms stór gil, og í einu
fann eg mjög merkilega líparítganga. Við komum við í
Eydölum og riðum síðan upp Suðui-Breiðdal að
Iiöskuldsstöðum; þar var allt ein grasi vaxiti slétta,
ongjar og eyrar fram með ánni og sýnist vera gamall
vatnsbotn; 2 eða 3 ísnúin berghöpt ná yíir dalinn.
Alstaðar er grjótið hér grátt eða hvítt fram með ánni,
því að mikil líparítfjöll eru sunnan við dalinn hjáPlögu
við Berufjarðarskarð; í fjöllum þessum eru ýms gil og
skoðaði eg eitt hið stærsta þoirra Ljósárgil; «líparítinn»
er þar grænn og gulleitur og fullur af gylitum ögnum;
það eru teningar af brennisteinskísi, sem margir menn
ófróðir hér á landi halda að sé gull eða einhver merkur
málmur, en það er svo að segja til einkis nýtt, þótt
það sé svo fagurt; ef fjarska mikið er af þvi, má þó
vinna úr því brennistein og járn. í þessu gulgræna
bergi eru víða kolsvartir basaltgangar; ofan til í gilinu
fann eg björg af rauðleitum steini, sem líkist graníti.
Úr Breiðdal liggur leiðin yfir Berufjarðarskarð, það
er mjög bratt og hátt (2132 fet), en á því er nú bezti
vegur, eptir því sem um er að gera hér álandi; hvergi
hefi eg hór eystra séð vegi jafnskynsamlega gerða og á
Berufjarðarskarði og Breiðdalsheiði; þar er allt byggt úr
grjóti og vel séð fyrir vatnsrennsli og skriðum með
ræsum og grjótgörðum. Af skarðinu er mjög víðsýnt;
sést yfir Breiðdalinn allan; ein græn slótta með á og