Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 109
á íslandi.
107
minni hyggja að gera að aðalmáli í alþýðuskólum og gagn-
fi æðaskólum, en í lærða skólanum ekki. f>að erföst tillaga
mín, að eitt af þessum þremur málum verði gert að aðal-
málijcennt að ritaþað og tala, og að hluturinn hittiþýzkuna.
J>á koma til gömlu málin, grísJca og latína, og þá
mun nú harðna í efni. Reglugjörðin segir:
«6. Latína. Hana skal kenna í öllum bekkjum.
Piltar eiga að kynnast hinum beztu af hinum latínsku
rithöfundum, og skulu því lesa hæfilega mikið í þeim,
bæði í bundinni og óbundinni ræðu, þannig að nokkuð
sje lesið nákvæmlega og nolckuð hraðlesið (...).
Skulu piltar ná svo mikilli kunnáttu í henni, að þeir
geti skilið og þýtt hvern algengan latínskan rithöfund
í óbundinni ræðu. I fjórum fyrstu bekkjum skólans
skulu lærisveinar iðkaðir í latínskum stíl, í þeim til-
gangi, að þeir læri því betur að skilja málið.
7. Gríska. Kennsla í henni skal byrja í öðrum
bekk, og halda áfram gegnum allan skólann...........
Jafnframt hinni mállegu kennslu í latínu og
grísku skal lcenna piltuin stutt yfirlit yfir bókmennta-
sögu Grikkja og Rómvprja, og yfir stjórnarskipun beggja
þjóðanna svo og yfir goðafræðina, og skal til þess
hafa stuttar prentaðar kennslubækur*.
Skólaskýrslan (1881—2) sýnir nú á 5. síðu, hve
miklum tíma sje varið til latínu og grísku, og eru það
samtals 67 tíinar (42 -f- 25), en til allra hinna 5 mál-
anna ekki nema 61, það cr: gömlu málin, átrúnaðar-
goðin, er 6 stundum meira Jcennd en móðurmálið, og
fjögur önnurl Taki menn vel eptir þessum talandi
jöfnuði! — þ>ví verður nú valia neitað, að eins og
tíðin er ein ókljúfandi heild, eru og heimsframfarirnar
einn slraumur, sem hvergi verður bil á, eða: vjer, sem
nú lifum, stöndum á öllum hinum liðna tíma, og
getum ekki hlaupið yfir neitt; liver þjóð, hver tími er
hver á sinn hátt merkilegur fyrir oss; ekkert af þvR
sem nú er til, stendur ekki beinlínis eða óbeinlínis,