Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 63
austurland.
61
þessu eru ótal hamrabelti og blágrýtishniíðar, melar og
lítið graslendi á milli. Bjarnarsker er úti í fjarðarmynn-
inu; og þangað róa menn til fiskjar. Djúpivogur er góð
höfn þegar inn er komið, og er Flandraboði fyrir vogs-
mynninu; opt þykir örðugt fyrir skip að komast þangað
fyrir þokum, sem eru þar mjög tíðar. Á vognum er
aðdjúpt, svo að skip geta legið við bryggju; lágir
hamrar eru allt í kring um höfnina. Vestan við
höfnina gengur fram mjór tangi, er skilur hann frá
Ytri-Gleiðuvík. Verzlunarhús Örums & Wulfs eru
vestan við voginn og austan við bræðsluhúsin, er
Hammer hvalveiðamaður átti. Skammt frá Djúpavogi er
bærinn Teigarhorn ; þar er nú byggt laglegt timburhús
er Weywadt býr í, sem áður var verzlunarstjóri á Djúpa-
vogi; lrann hefir um mörg ár gert þar veðurathuganir.
í klettunum við sjóinn rétt fyrir innan Teigarhorn er
fjarska mikið af alls konar steina- og krystallategundum;
einkum eru það þó geislasteinar. Meðal þeirra er ein
krystallategund mjög fágæt, er héitir »epistilbít«; hvergi
finnst hún jafnfögur; á íslandi hefir þessi steintegund eigi
fundizt nema við Jpyril á Hvalfjarðarströnd og fyrir
neðan Varðgjá móti Akureyri; í öðrum löndum finnst
hún að eins á tveim stöðum, í Schlesíu á pýzkaiandi
og á Nýja-Skotlandi í Ameríku. í Teigarhornsklettunum
eru og »desmin« og »heulandit«, en fegurstur er þar
»scolecit« í löngum, hvössum og gagnsæjum krystalla-
nálum; þar er og kalkspatb, kalcedon og margt fleira.
Frá Djúpavogi fórum við 1. ágúst lausríðandi
suður á bóginn, suður í Álptafjörð. Fyrst framan af
að Hamarsfirði eru hamrabelti og klettaborgir alstaðar
á leiðinni og víða klungur og urðir, illar yfirferðar.
Nokkru fyrir sunnan Búlandsnes er utan í fjalli Eauða-
skriða; það eru einkennilegar »líparít»myndanir, ágætt
byggingagrjót; stór »líparít«björg hafa fallið niður
úr fjallinu rauð, gul, græn og hvít á lit og innan um
eru gráir, svartir og grænir biksteinar. Basalthamrar eru