Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 102
100
Um hinn lærða skóla
telja það skyldu sína að styrkja alla menntun, grund-
vðll fjelagssælunnar, og þvi allar þær stofnanir, sem
eiga að mennta og fræða. þ>etta eigum vjer lslendingar
ekki hvað minnst að viðurkenna og gera. Vjer eigum
ekki svo margar menntastofnanirnar, að vjer megum við
því, að láta þær liggja í vanrækt og niðurníðslu, en
hvorttveggja þetta verður vísasta afleiðingin af því, að
vjer fylgjum eigi tímunum, skiljum eigi breytingar
þeirra og kröfur; eins og engin fjelagslög eru eilíf og
algild, en þurfa breytingar öld eptir öld og ár eptir ár,
eins er og farið þeim lögum og reglugjörðum,
sem gefnar eru handa einstöku stofnunum; ef
þeim er eigi breytt jafnótt og þess þarf, eða eins
og þess þarf, þá er þeirri stofnun illa farið; annaðhvort
stendur hún í stað, en það er aptur ekkert annað en
bein apturför, eða að í henni er allt á ringulreið og
ólestri, meðan hið gamla liggur í fjörbrotum, og hið
nýja er að ryðja sjer til rúms; það er stríðið milli þess
gamla og ónýta öðrum megin og hins nýja og nýta
hins vegar; en slíkum stofDunum er eigi hollt, að lífið í
því gamla treinist mjög lengi, og að því sje haldið í
því með ýmsum misjöfnum lyfjum, en hinu nýja og
betra sje haldið brott og ef til vill gefið inn skeiðvatn.
þ>að ætti því allir að sjá, að þeir ætti að lofa því gamla
og ónýta að síga rólegu í gröfina, til þess að stríðið
yrði sem stytzt; það væri hverri stofnun fyrir beztu;
það vill líka svo vel til, að hið nýja mun sigra ein-
hvern tíma, þó ekki sje fyrr en á seinni lestunum, og
hví má þá eigi láta það sigra þegar á þeim fyrri ?.
Ein af stofnunum vorum er hinn svo nefndi lærði
skóli eða latínuskóli; jeg vil eigi þrefa um hjer, hve
heppileg nöfn þessi sje, einkum hið síðara. Heldur
eigi þarf jeg hjer að skýra frá, hvílíkt gagn sje að því
aö eiga þenna skóla, og heiður, ef honum er vel skipað;
jiað ætla jeg að hverjum heilvita manni skiljist,