Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 142
140
Um merki íslands.
sköpt, ef ekki bein lagabrot á öðrum landsmönnum, svo
sem stundum átti sjer stað með embættaveitingar og
þesskonar. Ekkert var heldur eðlilegra, enn að landið
hefði sjerstakt tákn þ°ss að það hefði, sjerstök lög og
sjerstök rjettindi. Enn hvernig var þetta innsigli lag-
að, er hjer ræðirum? Til þess að ganga úr skugga um
þetta atriði, ef þess á annað borð væri nokkur kostur, heíi
jeg rannsakað öll íslenzk brjef og önnur alsherjarskjöl í
Leyndarskjalasafninu alt frain á síðari hluta 18. aldar
og fundið að eins 2 brjef með þessu innsigli Islands.
Fyrra brjefið er leiðarbrjef Bjarnar Magnússonar á Munka-
þvorá til Kaupmhafnar dagsett á Oddeyri 8. sept.
1684, og hefir Heidemann landfógeti ritað uafn sitt
undir það; hið síöara er kaupmálabrjef, dagsett á fing-
velli 8. júli 1686, þar sem J>órður biskup þ>orlák?son
selur Sigurði lögmanni Björnssyni undan Skálholtskirkju
jarðirnar Hvítárvelli, Heggsstaði og Búrfell. Á þessu
innsigli Islands, er óflattur, ajhöfðaðurþorslcurogstendur
kóróna konungs á strjiipanum, og veit því sporðurinn
niður, enn á skildinum, hv'oru megin við þorskinn,
stendur ártalið Jjjj (= 1593) ogáumgjörðinni SIGILLVM
INSVLÆ ISLANDIÆ. í>að er á stærð við tveggja
króna pening (sjá 1. myndina).
Svona var það innsigli íslands í liátt, sem gert
var 1593, og landsmenn tóku þá við sem góðri
og gildri vöru. Nú væri fróðlegt að vita, hvenær
þorskurinn hefir verið tekinn
upp í ríkismerkið og hvernig
honum hefir síðan reitt af.
Mjer vitanlega hefir euginn
ritað um þetta, nema Ludvig
Holberg; hann segir í Danne-
marks og Norges Geistl. og
Verdsl. Staat á 427. blaðsíðm
1 mynd.