Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 94
92
Ferð um
Eyjafirði og Skagafirði eru að öllum líkindum á sömu
hæð. Á Austfjörðum er surtarbrandur á nokkrum stöðum,
við Skeggjastaði, í Vindfelli við Vopnafjörð, í Brimnes-
fjalli við Seyðisfjörð, við Hengifoss í Fljótsdal, fyrir ofan
Eskifjarðarsel og í Skildingaskörðum við Reyðarfjörð. Við
surtarbrandslögin á vesturlandi eru í leirlögum sum~
staðar steinger blöð og trjástofnar, sem vel má þekkja; sést
af þeim aldur laganna að þau eru frá »miocene<>; þá
hefir verið mikill og skrautlegur trjávöxtur á íslandi.
Eigi hafa svo glöggar leifar neinstaðar fundizt á austur-
landi, svo að eigi er hægt með vísu að segja, hvort jarð-
lög þar eru jafngömul þeim fyrir vestan.
Mjög víða á austurlandi sjást hvítleitar skriður í
fjöllum eða ljósir, gulmórauðir eða rauðloitir tindar;
árnar bera fram ótal hnulluuga af þessu grjóti, svo að
eyrarnar fram með þeim eru allar hvítar eða gulmórauðar
og rer mjög auðkennilegt í samanburði við kolsvart
basaltið í kring. petta grjót heitir líparít (eða
rhyolitli), áður hafa menn kallað þetta ljósa grjót hér á
landi trakýt, en það er eigi alls kostar rótt nafn, því
að hinn eiginlegi trakýt er nokkuð öðruvís samsettur
og finnst naumlega á íslandi (eða er þá mjög sjaldgæfur).
Líparítinn hefir að mestu sömu samsetningu og trakýt,
en er þó frábrugðinn að því leyti, að í honurn er
mikið af kvarzi, sem eigi er í trakýtinum. Grjót þetta
er, eins og fyrr var nefnt, ljósleitt og getur haft margs
konar litblæi og ýmislegt útlit; svo er það t. d. í Barðs-
neshorni, Rauðuskriðum og víðar, og hefir því verið lýst
hér að framan. Krystallakorn í því eru fremur smá, en
þó sjáanleg, það er optast með smáholum og óslétt og
hrufótt í sárið. Opt, hefir líparít dregizt saman í súlur
eða hann klofnar í töblur; súlur þessar eru þó minni og
óreglulegri en hjá basaltinu. í líparíti er mjög mikið
afkísilsýru(75—77 %), enlítið afjárnsamböndum (l1/* °/o)
og er hann því miklum mun léttari en basalt. fessi