Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 16
14
Björn Gunnlaugsson.
Frumritið að Uppdrætti íslands er miklu fyllra en
hann er prentaður; það varð að minnka það mikið.
Meðal annars standa þar nálega öll bæjanöfn á landinu.
Og er allur frágangur á því drækur vottur um frábæra
vandvirkni. Smávillur þær, er síðan hefir vart orðið í
uppdrættinum, muuu fiestar vera þar sem höfundurinn
heíir orðið að fara eptir annara sögusögn; að horna hvern
krók og kyma var óvinnandi verk fyrir einn mann.
Uppdrátturinn hlaut heiðurspening á sýningu í París
1875. Mörgujf árum áður hafði Björn Gunnlaugsson
verið gerður riddari heiðursfylkingarinnar frakknesku.
Kiddari dannebrogsorðunnar varð hann 1846.
Vera má að einhverjum kunni að þykja of mikið í
borið, að kalla það sem B. G. hefir uunið að Uppdrætti
íslands, fádæmaverk af einum' manni. En hitt mun
engum koma til hugar að rengja, að það sje eindæmi,
á síðari límum, að annað eins verk hafi verið unnið
fyrir jafnlítið endurgjald. Enda er ósjerplægni hans þar
svo annáluð, að lengra kann enginn til að jafna um
endurgjald fyrir hjáverk embættismanna í landsþarfir,
og voru þó embættislaun hans harla rýr. Hann þá eigi
að því er sýnilegt er, annað endurgjald af Bókmennta-
fjelaginu en hreman og beinan ferðakostnað, og hann
óskiljanlega lítinn, eptir því sem annars gerist. Fje-
lagið galt honum alls rúmar 3900 kr. þ>að verða 325
kr. á ári þau 12 ár, er hann var á ferðalagi á sumrin
við mælingarstörfin, eða rúmar 3 kr. á dag, hafi ferða-
lagið staðið 100 daga á ári, sem á að iáta nærri. þ>rjár
krónur á dag í fæðispeninga, fyigdarrnannskaup, hrossa-
leigu og annan tilkostnað! Nú tíðkast 20 kr. á dag og
þaðan af meir í slíkan kostnað liauda þingmöunum og
embættismönnum, embættismönnum, sem hafa ef til
viil aðrar 20 kr. í embættislaun dag hvern. — Hin
síðari árin ijet rentukammerið hann fá 100 rd. þóknun
á ári úr ríkissjóði.