Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 134
132
Um hinn lærða skóla
frá herra Grími Thomsen »til þingsályktunar um að
setja nefnd til að rannsaka brúkun á landsfje handa
hinum lærða skóla, og til að íhuga önnur málefni, er
varða skólann«. Nefnd var sett og urðu í henni þeir
Halldór Friðriksson, Tryggvi Gunnarsson og Snorri
Pálsson; í nefndarálitinu stendur nú: "Reyndar er það
álit vort, að baganlegast sje, að einn maður hafi alia
umsjónina á hendi undir yfirumsjón og yfirstjórn skóla-
stjóra og á hans ábyrgð. Með því verður miklu meiri
samkvæmni í allri stjórninni, enda leridir umsjóninni með
piltum og umsjóninni með skólahúsinu og þörfunum svo
víða saman; yfirumsjón skólastjóra verður og miklu auð-
veldari og Ijettari, og þá er að eins einn maðu^, sem
stendur skólastjóra til ábyrgðar fyrir framkvæmdum á
fyrirskipunum hans. En slík umsjón mun vera nægt
starf fyrir einn mann, og áhorfsmál mikið að fela hana
á liendur nokkrum kennara skólans; því að bæði mun
það vera ofætlun fyrir kennarann, að hafa umsjónina á
hendi, og þó gegna öllum kennarastörfum, og það gæti
Iíka komið í bága við kennslustörf hans; því að hans
umsjónar og fyrirskipana þyrfti við eins fyrri hluta dags-
jns, einmitt þá, er kennslan fer fram, eins og síðari
hluta dagsins«; rjett á eptir stendur, að vilji deildin eigi
samþykkjast þessu, sem nefndin álíti þó »tiltækilegast«,
þá sje anuað ráðið reynandi, að skipa áreiðanlegan
dyravörð til að hafa umsjón með öllu því, er að húsinu
lýtur, og er sú umsjón væri fengin góð »ætlum ýjer eigi
ókleyft fyrir ungan kennara með aðstoð og undir yfirumsjón
skólastjóra að hafa á hendi hina sjerstaklegu umsjón með
piltum hinn síðari hluta dagsins», osfrv. (Alþ. tíð. 1879
I. 404. bls.); samkvæmt þessu er tillaga nefndarinnar
til þingsályktunar (Alþ. tíð. I, 408. síöu):
• Alþingi skorar á landshöfðingja
2, að hann annist um, að skipaður verði umsjónar-
maður í skólanum, semundir yfirumsjónog yfirstjórn skóla-