Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 108
106
Um hinn læiða skóla
azt með í ein 8 ár og haft sex skólaárin að jafnaði
8—9 stundir í á viku, og svo bygg jeg að hafi veiið
um fieiri, og svo sje enn og eingu betra.
En það sýndist vera öll þörf á því, að útlærðir
piltar kynnu nokkurn veginn vel að tala og rita eitt
af nýrri málunum (auk dönsku), ensku frönsku eða
þýzku, því að valla getur maður komið svo nokkurs
staðar í hinum menntaða heimi, að maður sje ekki
sjálfbjarga, kunni maður að tala eitthvert þeirra.
Nú má segja, má eigi komast af með latínuna? ;
nei; bæði er hún erfiðari að læra en hvert hinna
málanna, og svo skilja hana hvergi neinir, nema sumir
lærðu mennirnir; og það eru fieiri sem við þarf að tala
en þeir. En hvert hinna þriggja á þá að setjast í önd-
vegið?; efalaust þýzkan: hún er ekkert sjerlega
erfið fyrir íslendinga, af því að hún stendur íslenzkunni
einna næst eptir málslögum sínurn; hana þurfa flestir
að kunna af þeim, sem stunda háskólalærdóm og annað
æðra nám, og er einna útbreiddast menntunarmál; á
Jýzkalandi er kappsamlegast stundað hvert nám, og
það má heita aðalból vísindanna nú á tímum; hjer í
Danmörku eru börn fyrst látin byrja að læra það mál,
enda kunna flestir lærðir menn að tafa það og rita, og
er Dönum ekkert vel til fjóðverja, en þeir eru þó svo
skynsamir, að láta ekki slíkt leiða sig í gönur og á
afvega. Frakkneskan liggur allra fjærst; mjer dettur
okki í hug, að gera lítið úr frönsku vísindunum, en þau
standa í engri röð ofar en þau þýzku og í mörgum
greinum neðar. — Ensku mundi einhver ef til vill
vilja gera að höfuðmálinu fyrir sakir vaxandi við-
skipta vor íslendinga við Engla; en eigi er jeg því al-
veg samþykkur; enskan er með ljettustu málunum;
f’yrir vísindamanninn eða embættismanninn er minna í
hana varið en þýzkuna, en fyrir alþýðu eða <>ólærða»
fullt eins mikið, enda eru það æ fleiri og fleiri «ólærðir»
sem það mál nema, og tel jeg það vel fara; ensku ætti því að