Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 73
austurland.
71
að norðan formöðshvammur, Kambssel og Geithellur.
Svo er dalurinn langur, að við vórum rúmar 4 stundir
að ríða frá Hvannavöllum út í dalsmynni; var þó bezti
vegur og við riðum altaf hart; aptur er nærri 2 tíma reið
frá Hvannavöllum inn í dalbotn. Úr Fljótsdal má fara
yfir öræfin, bak við Hamarsdal niður í Geitbellnadal, og
er það skammt en ákaflega vondur vegur niður í dal-
botninn. Há fjöll eru beggja megin við dalinn, einkum
efst um Hvannavelli; þar eru að sunnan Hrossatindar
yfir 8000 fet á hæð; standa þeir á háum hjalla, sem
beitir Hrossahjalli, og er hann jafnhár innstu Hofsdals-
bótunum, en miklu hærri en Múlafjöllin, sem ganga þar
út af. Norður við dalinn er efst prándarjökull með
Sunnutindi, og þar út af langur fjallarani með mörgum
tindum og eggjum, er hafa ýms nöfn; yzt er Krák-
hamarstindur. Basalt er mestmegins í fjöllunum, gráleit
líparítlög hér og hvar á milli (t. d. í Brekkuás um miðjan
dalinn og víðar). Við fórum aptur að Kannveigarstöðum
til þess að taka þar hesta, sem við höfðum skilið þar
eptir, og héldum svo til baka og komurn seint um
kveldið á Djúpavog.
5. ágúst fórum við frá Djúpavogi að Berufirði;
komum að Búlandsnesi, og skoðaði eg þar líparítgang
með biksteinslögum; fengum við síðan þoku og húðarign-
ingu og Fossá í taglhvarf. Næsta morgun héldum við
yfir Berufjarðarskarð; var þá gott veður með skúrum á
milli; riðum síðan upp Suður-Breiðdal uppá Breiðdals-
heiði; heiðin er stutt og á henni góður vegur. Breiðdalsá
kemur úr dálitlu vatni uppi á miðri heiðinni; síðan smá-
hallar niður að Skriðdal, og er hanu efst mjög grunnur
og hægur aliíðandi upp til fjallanna beggja megin;
felíur Múlaá fyrst í gljúfrum, en síðan verður slétta og
fremst á henni vatn (Skriðuvatný; hefir áin og vatnið
orðið að færast vestur á við af afarmiklum niðurburði úr
giljum frá Breiðdalsheiði. Fyrir framan Skriðuvatn er