Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 53
austurland.
51
urnar jarðlægar og kræklóttar. j^egar nýgræðingurinn,
sem upp úr snjónum stendur, er í nógu stórum
hrísbungum, getur féð að eins náð í yztu angana, en
miðhríslan getur þá vaxið og orðið há, en þetta verður
sjaldnar, því að féð tdtur optast brumið jafnskjótt sem
það hefur sig nokkuð yíir jörðina. Suma bændur hefi
eg heyrt segja, að þeir vilji með öllu móti reyna að
eyðaskógunum, afþvíaðíþeim missist svo mikil ull af fénu!
Frá Hallormstað fór eg 14. júlí yfir Hallormstaða-
háls að pingmúla; í hálsinum eru basaltlög mjög
óregluleg og hraunkennd, hver gjallkennd hraunbungan
yfir annari. Skriðdalurinn klýfst ura múlann og er
Geitdalur að vestan en Skriðdalur að austan; fellur sín
á eptir hvorum dal, Geitdalsá og Múlaá og heitir
Grímsá, þar sem þær eru komnar saman; fellur hún
út í Lagarfljót. Eyrarnar fram með Grímsá eru allar
hvítar, einkum að austanverðu, af því að í þeim er
hvítgrátt grjót, baulusteinn eða »líparít«; hafði eg ekki
hitt þá grjóttegund frá því við Mývatn (í Hlíðarfjalli).
Fjöllin austanvert við Skriðdal eru fiestöll úr þessu
grjóti, hvítgul eða móleit á lit, og er það eigi ólíkt því
að sjá tilsýndar, sem sífelldir sólskinsblettir séu í
fjöllunum alstaðar, þar sem sú jarðmyndun er. Gilin,
einkum Jóka, bera mesta urmul af líparíthnullungum
niður í dalinn. Mestallur fjallaklasinn frá Skriðdal og
austur á Áreyjardal og frá Jórudal í Hjáipieysu eru úr
þessu grjóti, þó liggja víða blágrýtislög innan um og
ofan á, og alstaðar ganga ótal kolsvartar blágrýtisæðar
eða gangar upp í gegn um mjallahvítan baulusteininn.
Líparítinn er hér í ýmsum myndum og ýmislegur að
samsetningu; víða er innan um svartur, grár
eða grærin biksteinn, ekki ólíkur hrafntinnu. f>essi
fjallaklasi er mjög merkilegur í jarðfræðislegu til-
liti og víst, er óvíða jafnmikið af slíku grjóti á
einum stað á íslandi, því að optast er «líparítinn» í
4*