Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 66
64
Ferð um
innsigling milli eyjanna fyrir 70 árum, en þar er nú
allt þurrt. Töluverður straumur er út um Holusund
milli fvottáreyja og Búlands, óg færir hann töluvert
af sandinum norður og austur á við. Búlandseyjar eru
margar; eru þær líka altaf að fækka, af því að svo
mikinn smáan ægisand og roksand ber að þeim ; þar eru
margir hólmar nú orðnir landfastir, sem eigi alls fyrir löngu
lágu töluvert undan landi. |>etta gengur svo ótt, að
þar sem fyrir 20 árum var fiskað á 12 faðma dýpi, eru nú
að eins 2 faðmar. Varp var áður töluvert í eyjunum,
en nú eru þær orðnar svo sandorpnar, aðþað er því nær
horfið*). Papey er lengra undan landi og hálend; þar er
töluvert æðarvarp, vanalega 80—90 af dúni á ári.
Um morguninn 2. ágúst fórum við á stað frá
Bannveigarstöðum upp Hofsdal með fylgdarmanni
þaðan. Fjöllin eru beggja megin við Hofsdal úr basalti
og víða líparítlög og gangar á milli (t. d. í Titjugiljum
og Skollagrenisgili); í dalnum er fegursta land og grös-
ugt, birkiskógur sumstaðar og víðir. Ofan til bækkar
dalurinn töluvert, hver bcrghjallinn er upp af öðrum og
mýrafiákar á hverjum hjalla. Hofsá fellur í háum
fossum ofan af þessum hjöllum; merkastur þeirra er
Stórifoss, hann fellnr í 40—50 feta hárri bunu ofan af
klettabelti, undir lionum er hellir; við gengum í
hellinn og er hann 36 álnir á breidd og 30 á lengd og 3
*) þrír bæir, Búlandsnes, Berufjörðnr og Berunes eigaBúlands-
eyjar. Til Búlandsness telst Hvalsey; hún cr stærst; Olfsey,
Kúlki, Tögl, Ormarshólmi og þúfuhólmi og margir
smáhólmar fieiri, sem nú eru landfastir; til Berafjarðar
teljast Orkneyjar tvær, Kiðhólmi og Hrisey, sem nú er
iandföst, Hafnarey, Hafnarhólmar tveir, þeisthólmi, Mel-
hólmi, Egilshöfði, Prestur, Langhólmi og þrætusker, sem nú
er landfast og horfið í sand. Til Beruness heyrir Sandey.
Af Berufjarðareyjum fékkst fyrir rúmum 30 árum síðan
30—40 U af dúni, en nú að eins 5—6 S.