Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 91
austurland.
89
öld síazt gegnum þessar holur, og hafa þá optast um
leið sezt úr vatninu uppleyst efni á holuveggina og myndað
krystalla. Steinefni þau, sem setjast úr vatninu í þessar
holur eru margvísleg, optast kvarz í ýmsum myndura
(bergkrystall, jaspis, agat og kalceddn), margar tegundir
af geislasteinum (zeolíþum) og svo kalkspath. Slíkar
krystalla-myndanir í basaltholum eru mjög víða á
austurlandi, við Teigarhorn, í Grákolli, við Stöðvarfjörð,
Fáskrúðsfjörð, hjá Ási í Fellum og víðar. Margopt eru
basaltlögin hálf-sunduretin og molnuð af vatni og lopti,
og stundum hafa þau orðið fyrir svo miklum efnabreyt-
ingum, að þau þekkjast varla aptur; blóðrauð lög, sem
víða eru innan um blágrýti,- eru opt eigi annað en basalt
ummyndað, sem heíir orðið svo á litinn, af því að járnið í
því hefir sýrzt meir en áður. j þ>au fjöll, sem mynduð
eru úr basalti eru auðþekkt, hver stallurinn og hvert
lagið ofan á öðru; dalirnir og firðirnir hafa skorizt niður
í gegn um ótal basaltlög, og frá dalbotninum sést í
fjöllunum beggja megin í randirnar á basaltlögunum.
pessir þykku basaltstallar eru mjög margir hver upp af
öðrum, sumstaðar má telja 60—70 stalla. Lögin eru
misþykk, þétt í miðjunni, en opt hraunkennd á tak-
mörkunum að ofan og neðan; þessi basaltlög eru nefni-
lega ekkert annað en eintóm hraun, hvert hefir runnið
yfir annað, en nú sjáum vér í rönd laganna, við það
að vatn og ís hefir skorið sér geilar gegn um þau öli.
Sumstaðar eru dálítil móbergslög rnilli basaltlaganna;
það er aska úr gosunum, er hraunin brunnu. J>að getur
hver nærri, sem sér fjall samsett af svo mörgum lögum,
hve mörg gos og live geysilangan tíma heíir þurft til
þess að mynda öll þessi hraun.
Basaltlögin hallast alstaðar dálítið íp.d á við;
hallinn er eigi mikill; mjög óvíða eru lögin í bugðum
eins og t. d. milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar.
Hallinn á lögunum í Hallormstaðahálsi er 4° inn á við,