Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 75
austurland,
73
Flóðið eins og það er nú kvað reyndar ei vera gainalt,
heldur hafa myndazt við skriðu, er stíflaði ána 1720, en
dalbotninn allur sýnir, að þar hefir áður verið mjög stórt
vatn. Slíkar og líkar myndanir eru og alstaðar við alla
jökla, bæði hér og annarstaðar, bæði í stórum og smáum
stíl. þ>ví fer og fjarri, að jökulöldurnar fyrir framan
jöklana séu reglulegir grjótgarðar; steinarnir eru fullt eins
opt í óreglulegum hrúgum og hólum. — Um kveldið 6.
ágúst komum við að pingmúla og gistum þar hjá séra
Páli Pálssyni.
Morguninn eptir fórum við frá fingmúla á Eski-
fjörð. Sendi eg áburðarhestana um fórdalsheiði, en fór
sjálfur frá Arnólfsstöðum upp í Hallsteinsdal, því að þar
var mér sagt að væri kolalög, en ei reyndist það svo.
Hallsteinsdalur er alliangur og gengur jafnhliða fórudal;
þar eru öll fjöll úr líparíti og basaltlög á milli; víða eru
í líparítiuum margvíslega sundurslitnir hraun- eða basalt-
gangar, er ganga í alla áttir. Ofan til í dalnum er í
syðri hlíðinni uppi uudir brún svargrænt biksteinslag
víða 50—60 fet á þykkt; það héldu menn hér að vera
kol, og við klöngruðumst þangað upp. þ>ar er þó ýmis-
legt jatðfræðislega merkilegt, ótal milliliðir milli iíparíts
basalts og biksteins með ýmsum litum. Surtarbrands-
molar hafa þó fundizt í daluum lausir, svo að einhvers
staðar er þar iíklega dálítið af ltonum í fjöilunum í kring,
þótt ei hittum við það. Síðan héldum við upp dalinn til
þess að kornast yfir fjallahrygginn niður á Áreyjardal;
þar er einstaka sinnum farið á vetrum á hjarni, en aldrei
ásumrum, því að vegurinn er svo vondur. Við fengum
svörtustu þoku og villtumst, og vissum eigi fyrri til en
við vórum komnir upp á hátt fjall Skriðdalsmegin, þvert
á móti því sem við hefðum átt að fara, snerum svo
við og klöngruðumst um há fjöll, hryggi og nýpur mesta
óveg niður á fórdalsheiðarenda, og áttum mjög illt með
að koma hestunum. í fjallahryggjum þessum er alstað-