Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 88
86
Ferð ura
kostlegar breytingar á móbergslogunum, og þó ganga
víða upp í gegn um þau ótal basaltgangar. Móbergið
er mjög lint í samanburði við aðrar bergtegundir á
íslandi, og þar af leiðir, að þar sem það er í jörðu eru
allar misjöfnur miklu minni en í blágrýtishéruðunum; í
þeim eru brúnirnar hvassar, tindar, bá fjöll og gljúfur
og dalir á milli; í móbergshéruðunum eru sléttur, breiðir
og grunnir dalir, lágir hálsar og langir bungumynd-
aðir íjallaranar, sjaldnar hvassir tindar og brúnir.
Öll eldfjöll á íslandi standa í móbergshéruðum, hvernig
sem á því stendur; ef til vill hefir þar verið hægra
fyrir eldöíiin að brjótast upp en í blágrýtishéruðum.
J>að er eigi gott að segja, hve þykk móbergslögin
eru; eigi er heldur hægt að ákveða neitt víst um
aldur þeirra, og ekki einu sinni í liverju sambandi þau
standa við basaltlögin. Flest mælir með því, að ösku-
lög þau, sem móbergið er myndað úr, haíi eigi myndazt
á neinum vísum tíma, heldur hafi altaf á víxl, og
stundum undir eins, sitt á hverjum stað komið öskugos
og basaltgos, eins og enn verður. Stundum er basalf,
inni á milli móbergslaga, stundum undir og stundum
ofan á; af þessu er auðséð, að basaltmyndanir þessar
eru hvorki eldri né yngri en móbergið, heldur jafnhliða
og samtíða. Á miðjum «tertiera» tímanum hefir móberg
þetta að öllum líkindum myndazt, þótt illt sé með
vissu að segja um það, þar eð steingjörvingar eru svo
fágætir á Islandi. Á þessu sviði veit eg eigi til stein-
gjörvinga annarstaðar en á Tjörnesi í Hallbjarnarstaða-
kambi; þar eru töluvert löng, en þunn surtarbrandslög
og töluvert af skeljum og kuðungum frá «krag»-tímanum
seint á tertiera tímabilinu.
Austan til á þessari landspildu eru, eins og fyrr
var frá sagt, engin hraun ofan á, en að eins roksandur,
möl og urð. Roksandurinn og mölin virðast víða vera
mynduð úr móberginu, þannig að það hefir smátt og